3/09/2006

Af iðustraumum og landreki, Klementína hélt þrusuræðu þegar ég var að fá mér morgunmat í morgun, veit ekki alveg um hvað málið snérist en sennilega hefur hún verið að tala um drauma sína enn og aftur. Nú styttist rosalega í að hún fái nafnið sitt eins og ég hef sagt áður. Það verður rosalega gaman fyrir hana að fá nafnið sitt í bækur svo að þetta sé ekki bara Stúlka Magnúsdóttir. Hvað á hún að heita er eitthvað sem ég er búinn að heyra nokkrum sinnum síðustu vikur. Já hvað á Klementína að heita er maður spurður, já það verður gaman að segja hvað Klementína á að heita.
Hef nú oft verið að ranghvolfa augum yfir pælingum um jarðgöng til Eyja en verð meira tileygður þegar minnst er á göng í gegnum Vaðlaheiði. Þarf Ísland að líta út eins og blokkflauta á sterum. Afhverju er ekki nóg að hafa þennan fína veg um Víkurskarðið í ljósi þess að það er alltaf að verða minna um að snjór leggist á þetta fína land okkar. Það er áætlað að þetta kosti bara 4,4 milljarða og á ríkið að snarhenda 500 milljónum svona í smá stofnframlag en lágmark sem á að koma frá ríkinu er 1.500 milljónir. Einnig var ég að reyna finna út hvað þetta stytti leiðina en það stendur ekkert um það en minnir mig að ég hafi heyrt í fréttum að þetta stytti leiðina um 16 km sem er ekkert til að tala um. Það er sennilega hægt að lýsa því fyrir mér hversu mikil snilld og fínerí þetta er en þegar öllu er á botninn hvolft þá kostar þetta peninga og samkvæmt þessu þá koma þeir að hluta til frá sköttunum mínum og ég vill frekar sjá þessa peninga fara í eitthvað annað en gæluverkefni einhverra góðra manna fyrir norðan. Ef þetta er svona undursamlega hagkvæmt þá er best að þeir hinir sömu taki aðeins hærra lán og fá þá mikinn og góðan arð þegar frammí sækir. Þá hef ég blásið út um það mál í bili.
Þarf að fara kaupa mér einhverja tónlist. Eins og ég auglýsti mikið að Cardigans væri að gefa út plötu þá hef ég ekki enn keypt hana. Ég hef verið að spara hana til betri tíma, fann samt í gær að ég var að leyta af einhverju til að hlusta á í bílnum og það var ekkert sem heillaði mig rosalega í diskasafninu. Af þeim sökum verð ég að koma við í diskaverslun á næstunni. Setti nýja Coldplay í spilarann í dag og er sú plata fín en hún er ekki að gera nóg fyrir mig. Vel pródúseruð og ágætislög en, en , en það vantar eitthvað...hef verið að hlusta á gömlu plötu Blind Melon sem heitir Soup, algjör snilldarplata sem kemur mér í stuð á hverjum morgni.

Það er ekki mikið sem maður hefur horft á sjónvarpið upp á síðkastið, það er einna helst 24 og Lost sem hefur fangað athygli mína. Það er nett andskotans spenna í 24 sem gerir það að verkum að til væri maður í seríuna á DVD og hella sér yfir hana. Vel gerðir þættir en helsta athugasemdin sem maður hefur er hversu lítill karakter forseti Bandaríkjanna er í þættinum en það kemur kannski ekki á óvart miðað við að þetta er gert nokkuð raunverulegt.

Það er snjór í Esjunni og ég þurfti að setja í 4x4 þegar ég fór til tannsa einn daginn í vikunni. Það var semsagt hálka þegar maður kom í efri byggðir nálægt Smáralindinni. Það er fyndið ef maður þarf að taka tillit til veðurfars á mismunandi svæðum í höfuðborginni með tilliti til þess hvar maður vill búa í framtíðinni. Það er ekkert launungamál að við verðum á næstu misserum að spá í því að stækka við okkur. Það er ekki hægt að hafa Klementínu í hjónaherberginu fram á fermingu. Hjónaherbergi, alltaf er bara talað um svefnherbergi heima hjá mér. Kannski af því að það er bara eitt herbergi til að sofa í fyrir utan stofuna. Hef ekki spáð í þessu áður, á maður að fara tala um hjónahergbergið eða svefnherbergið eða herbergið okkar og svo herbergið hennar Klementínu. Svo herbergið fyrir Peugeot og herbergið fyrir þvottinn...
Vonandi dettum við um skemmtilega eign einhverntímann þó svo að erfitt verði að fara úr Mávahlíðinni þar sem yndislegt er að búa þar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Magnús hvar er fyrrverandi landsbyggðarprakkarinn? Ég er svo til í rökræður við þig núna hahahahaah...... verð að benda þér á að t.d. lengi vel voru vestfirðingar að hala í ríkiskassann hátt í 30% af heildargróða ríkisjóðs á ári, en fengu aðeins 5% af því til baka?Hvaða sanngirni er í því? Höfuðborgin væri búin að skíta á sig fyrir margt löngu ef ekki væri fyrir vel dugandi sjómenn og landsbyggðarpakk,,,, ef það vill byggja göng þá bara gott og vel? Varð bara aðeins að pústa hahahah
kveðja úr sveitinni DJ. Bið að heilsa Klemmu og mömmu

16:19  
Blogger Maggir said...

30% hvað meinarðu, hvaða ár er þú að tala um, sennilega í kringum 1900 þegar fyrsti vélbáturinn Stanley var tekinn í notkun :)
Ég tek alltaf hattinn niður fyrir sjómönnum og flugmönnum en ekki fyrir útgerðarkóngum og félögum.
Gott að það er einhver á lífi þar sem ég átti von á skoti til baka miklu fyrr. Það er semsagt einhver vakandi á Norðurlandi Eystra..

Hafið það gott í munanum :)

12:22  

Skrifa ummæli

<< Home