Af hinu og þessu..........
Það er nú saga að segja frá því að ég var kominn út á Miklubraut í gær þegar að pústutörið á Opelnum ákvað að fara í sundur. Hávaðinn var svo geggjaður að hestar í Efra Breiðholti sáust á hlaupum yfir hæðir og hóla, flutningabílstjórar viku út í kant og fuglalíf á suðurhorninu tók einhvern undarlegan kipp. Ég lét mig þó hafa það niður í vinnu án þess að grúfa mig niður í sætið. Félagi minn reddaði þessu svo á mettíma og tók lítið fyrir. Veit ekki hvort að fólk almennt geri sér grein fyrir því hvað mundi gerast ef að einhver tæki sig til og stæli öllum pústurörum bæjarins, sennilega kæmust við fljótlega í samband við lífform frá öðrum stjörnuþokum.
Fór í sund eins og oft áður á föstudagskvöldi og þar var margt um manninn, þarna sáust stuttbuxnadrengir sjálfstæðisflokksins með kúta og svo allskonar fólk. Ég veit ekki hvað það er við mig en ég þurfti að hlusta á mann sem þurfti endilega að segja mér frá því að hann hafi farið nýlega í hættulegasta uppskurð sem framkvæmdur hefur verið á klakanum, ég veit ekki af hverju hann sagði ekki hinum sem ég var með frá þessu, nei endilega að segja mér frá þessu. Ég hlustaði með lokað eyra og kvaddi svo bara hinn sáttasti. Kvöldið var fínt og Hjördís setti upp einhverja röð á sjónvarpsstöðvunum sem að ég skil ekki, þetta sjónvarpsdæmi er að verða svo flókið að Stöð 2 þyrfti að fara hafa námskeið í þessu, nei þetta er nú bara grín þar sem ég hef ekki prófað þetta ennþá en ég fer þá bara í SVV 103 (sjónvarpsvafrari) stutt þriggja eininga nám í fjarstýringaupplýsingartækni með möguleika á framhaldsnámskeiði upp á Bifröst sem á að nýtast vel í atvinnulífinu eins og allt annað sem þar fer fram og ekki.
Er að bíða eftir að Gummi hringi í mig frá Osló þar sem hann gat ekki talað er ég hringdi í hann áðan, gengur eitthvað illa að tala og keyra og sennilega svimandi sektir ef ég þekki norska skógarhöggsmanninn rétt, það er hálfur metri milli augnanna á venjulegum norskum skógarhöggsmanni, þetta er sökum þess að nauðsynlegt er að sjá báðum megin framhjá trénu er það er fellt. Ég er að reyna að skipuleggja smá U2 ferð þar sem draumur okkar hjóna hefur alltaf verið að sjá þessa drengi spila á tónleikum. Það væri óendanlega gaman að fara á túrinn þeirra í sumar. Þetta skýrist fljótlega.
Í kvöld er árshátíð saumaklúbbssins hennar Hjördísar sem væri ekki til frásagnar nema fyrir það að hátíðin fer fram á heimili mínu og þar af leiðir að ég er ekki velkomin í sófann til að læra á fjarstýringuna, nei þetta er svona vertu úti að leika þér pakki, ekki hefur verið ákveðið hvað verður....úbbss hringir síminn, Gummi.
Já það er ákveðið, það á að reyna að sjá U2 í köben 31 júli á Parken, það á að reyna að gera eitthvað nýtt í köben og vera ekki á sama stað og venjulega þó svo að kaffihúsið sem við höfum tekið morgumatinn á sé algjör snilld.
Frikki er að koma í heimsókn til Gumma á mánudag og stefnan hjá þeim er tekinn suður eftir og heyrðist mér þeir vera að spá í Róm, veit ekki hvort að það tengist páfanum eitthvað....sennilega ekki...hvað sem gerist og hvert sem farið verður þá eiga þeir allt gott skilið....
Jæja þetta er orðið gott í bili......