Það og allt hitt
Ég er að fara í fyrsta prófið mitt á næsta mánudag, svo er eitt á föstudaginn 6. maí og síðasta þann 13. maí. Ég tek svo við nýju starfi þann 17. maí og þetta er því ekki mikill tími sem fer í að gera rosalega mikið. Svona er nú prógrammið hjá mér næstu vikur. Eftir að skóli er búinn þá fer maður að stökkva í tjaldútilegur og svoleiðis snilld, er farinn að þrá að leggjast í tjald langt í burtu frá borgarmörkunum, reyndar þarf það ekkert að vera langt í burtu.
Ég finn það að smá álag er á mér þessa daganna og ég þarf að vera í andlegu jafnvægi svo að ég missi mig ekki í að verða hundleiðinlegur, vill frekar vera kattskemmtilegur. Það er smá gleði hjá okkur vinnufélögunum á föstudagkvöldið þar sem við erum að tvístrast í sundur sökum mikillar hreyfingar á atvinnumarkaðnum. Það verður gaman að gera eitthvað skemmtilegt. Þetta er í tíunda skipti sem ég sit og blogga meðan að kosið er í Survivor. Skrýtið.
Jæja það er kominn háttatími og best að fara að leggja sig...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home