4/20/2005

Blogg

Djöfull er ég búin að vera slappur í blogginu síðustu daga, eru dagar bloggsins taldir eða hvað? Ég hef bara haft svo mikið annað að hugsa um eða kannski er þetta bara ekki eins ofarlega í huga mér núna. Kaupmannahafnarferðin var algjör snilld, við löbbuðum um alla borg og skoðuðum hverfi sem við höfðum ekki séð áður. Það var farið á fullt af veitingastöðum og svo var verslað aðeins. Reyndar verslaði ég ekki mikið en það er víst líka hægt að gera það hér heima. Heyrði í Frikka frá stokkhólmi í gær og hann kemur til landsins á föstudag, á eftir að fá ferðasögu frá honum þar sem ekkert var minnst á Parísarferð þeirra félaga.
Dagurinn í dag verður langur eins og veturinn og þarf ég að vinna líka á morgun en sá dagur verður vonandi stuttur eins og sumarið.
Kláraði Nice work bókina í gær þar sem ég þurfti að gera grein fyrir henni í tíma, bókin endaði vel og mér fannst þetta mjög áhugaverð lesning í alla staði. Ég greip aðeins í Hr. Alheim í gær en ég hef ekki náð að klára hana þar sem skólabækur ryðjast alltaf framfyrir í röðina. Þetta er skrýtið en gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home