Dagarnir fljúga...
Það er ekki annað hægt að segja þegar að föstudagur er mættur á þess að gera vart við sig nema á dagatalinu. Ég er eitthvað andlaus og þreyttur þessa daganna og ætla að reyna breyta því og það helst í dag. Frikki og Gummi eru að leggja af stað frá Osló til Parísar klukkan 16:00 og verða þar fram á þriðjudag, þeir fengu ekki flug til Moskvu eins og ég stakk upp á í gærkveldi. Það mætti segja mér að þeir eigi eftir að hafa það skemmtilegt þarna.
Hjördís keypti diskinn með The Arcade Fire um daginn og þvílík snilld, ég hlustaði dáleiddur á bandið í gær, lá í baðinu og lét hugann reika um heim tónlistarinnar. Er að hlusta á nýja Rammstein diskinn núna og hann er þokkalegur, það er þessi óendanlegi kraftur sem að heillar mig, þeir eig alltaf nóg eftir. Helgin verður sennilega fín og ekki nema vika í köbenferðina okkar. Sjáum hvað gerist..
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home