5/27/2007

Svo aðeins meira þar sem gaman verður að sjá breytingu á svip hússins þegar að hvítir gluggar verð komnir á staðinn.

















Hér má sjá rúðurnar við bílskúrinn og það má benda á að bílskúrinn verður steinaður og viðgerður þannig að lokssins mun hann líta vel út.
















Hérna er svo þvottahúsið eftir að gler var sett í, svo á eftir að loka þessu af..
Gluggaævintýrið heldur áfram og herinn mætti þótt um helgi væri að ræða.

Hérna eru þeir að tæta gluggann í svefnherberginu og samkvæmt því sem þeir sögðu þá var timbrið í glugganum svo sannarlega komið til ára sinna.







Hérna sést kannski hvernig þetta lítur út. Stykkin voru semsagt hreinsuð alveg úr. Hérna sést Ási sem stjórnar þessu á fullu við að rífa þetta úr.










Svona var svo útsýnið út um stofugluggann í dag, það verður að viðurkennast að þessir gaurar eru hörkuduglegir. Það er líka gaman að sjá hversu vel þeir taka til eftir sig í lok dags þar sem mikið af timbri og gleri falla til.









Svona leit þetta svo út í lok dags. Það vantar meira gler en það kemur á þriðjudag. Þetta er svo sannarlega útlitsbreyting þar sem þykktin á timbrinu er svo miklu meiri en fyrir var...

5/24/2007

Nú er allt að fara í gang hérna hjá okkur þar sem flokkur manna er að rífa gluggastykki úr húsinu og byrjað er að setja nýja í. Það er stefnt að því að setja í íbúðina okkar um helgina sem er gott því ég vill vera á staðnum þegar þetta er gert.














Eins og sést á þessum glugga sem er í sameigninni þá má ekki mikið út af bregða svo að allt fari af stað. Hérna var ekki sagað á einum stað og þetta rifnaði allt saman. Þetta verður þó allt lagað.

Ég ætla að hafa þetta með á blogginu mínu í sumar til að halda aðeins utan um þetta í sögubókinni minni.

Eftir að gluggarnir verða búnir kemur annar flokkur sem tekur allt húsið í nefið og ætlar að klára það fyrir lok september. Þetta er heljarinnar framkvæmd og það verður erfitt að flytja eftir að þetta verður allt klárt...

5/22/2007

Alveg er það magnað að ég er búinn með skólann minn. Það var alltaf nóg að gera í þessu og ég á eftir að sakna þess að mæta þarna í tíma, hversu skrýtið sem það er. Nú þarf ég bara að ákveða hvað ég geri í framhaldinu. Ekki ætla ég að rjúka af stað þar sem ég veit að nóg verður að gera hjá okkur á næstu mánuðum. Það er fyrirséð að við verðum að stækka við okkur í húsnæði og nú eru að hefjast suddalega miklar framkvæmdir á húsinu sem við búum í. Það er verið að skipta um alla glugga og svo verður húsið allt viðgert og steinað upp á nýtt. Þessu fylgir hellings vinna þar sem ég þarf að taka upp hellur og leggja upp á nýtt og svo verður að laga eftir gluggakarlanna þar sem þeir taka öll gluggastykkin úr. Þetta verður til þess að maður verður að laga og mála helling svo þetta líti vel út. Svo verður þetta selt þegar allt er búið í haust. Það er ekki endilega löngun að flytja heldur vantar okkur bara nauðsynlega nokkur herbergi og bílskúr til að þetta verði í lagi. Staðsetningin er alltaf jafn frábær hérna í hlíðunum.. Að geta labbað niður í bæ, í Nauthólsvík, Kringluna, Miklatún, Öskjuhlíð og fleira er algjör snilld að mínu mati.

Nú er verið að skipta ráðherrastólum og ég er nokkuð sáttur fyrir utan það að ég vildi sjá Björn Bjarnason úr stólnum sínum, hann hefði svo sannarlega mátt taka pokann sinn. Í heildina virðist þetta vera fínt og af einhverjum ástæðum þá er ég ánægður með að VG fá ekki að taka þátt í stjórn. Ég var að hugsa um það í bílnum í dag þeir sem styðja VG láta eins og þessi flokkur sé sá eini sem vilji hafaumhverfisvernd á sinni málefnaskrá..... Æi þetta gæti þó verið verra....