5/24/2007

Nú er allt að fara í gang hérna hjá okkur þar sem flokkur manna er að rífa gluggastykki úr húsinu og byrjað er að setja nýja í. Það er stefnt að því að setja í íbúðina okkar um helgina sem er gott því ég vill vera á staðnum þegar þetta er gert.














Eins og sést á þessum glugga sem er í sameigninni þá má ekki mikið út af bregða svo að allt fari af stað. Hérna var ekki sagað á einum stað og þetta rifnaði allt saman. Þetta verður þó allt lagað.

Ég ætla að hafa þetta með á blogginu mínu í sumar til að halda aðeins utan um þetta í sögubókinni minni.

Eftir að gluggarnir verða búnir kemur annar flokkur sem tekur allt húsið í nefið og ætlar að klára það fyrir lok september. Þetta er heljarinnar framkvæmd og það verður erfitt að flytja eftir að þetta verður allt klárt...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home