Sæll Heimur..........
Var í skólanum og skemmti mér ágætlega yfir þessu. Smáskammtur á mannfjöldapýramídum, myndir í ljóðum og eilítill Sókrates í bland. Þegar að öllu er blandað saman þá kemur út úr þessu kokteill sem að ég svo sef á..einhver próf í næstu viku og svona. Líst vel á vikunna framundan og tek þessu með heimspekilegri ró.
Setti efnasömbönd Útópíu í græjurnar og merkilegt nokk þá hljómar þessi plata allt öðruvísi en þegar að hún kom út, erfitt að útskýra það en það er svona þegar að maður fær smá fjarlægð frá hlutunum þá sér maður þá í öðru ljósi. Ég var að spá í tónlistina í Monster í gær og þá fannst mér stundum koma útópískir tónar sem að ég kannaðist við frá því að við vorum að leika okkur á æfingum. Bara smá pælingar en þessi plata sem að við gáfum út er fín.
Það sem að ég hef sjálfur verið að hlusta á upp á síðkastið er helst diskurinn hans Barða og svo Muse. Eitthvað hef ég líka verið að hlusta á eldri diska. Þegar að ég er einn að hlusta þá er ég mikið að hlusta á eitt og eitt lag af hinum og þessum diskum. Þess vegna setti ég pælingu um hvaða lög hefðu fylgt manni í gegnum tíðina.
Eitt sem að var skemmtilegt við að vera í cover spilamennsku í bland við frumsamið var það að spila lög sem að manni fannst virkilega skemmtileg og einnig að færa þau í annan búning. Gerðum svolítið af þessu í Skrokkabandinu þar sem að lögin voru spiluð eftir eigin nefi. Hún Andar var alltaf með kántrýslagara frá Hallbirni á prógramminu og það var svo fyndið að ég man stundum eftir að hafa varla getað spilað vegna hláturs.
Flow spilaði líklega einna mest af lögum sem að ég fílaði, Ingi, Frikki og Kalli voru með mér þar og við spiluðum eiginlega bara lög sem að við fíluðum vel. Kalli var þá á bassa en söng svo og spilaði á gítar þegar að Útópían starfaði.
Æji ég er búin að yfirblogga núna,,, borgar sig ekki að yfirblogga..
Góða nótt...........