11/18/2006

هل انت سعيد

11/17/2006

Þetta skrifaði ég á þessum degi fyrir ári síðan, bara gaman að rifja upp hvað hefur gerst á þessu ári sem er að líða síðan Bríet kom í heiminn.........
"Síðan síðast hefur lítið sem ekkert gerst nema eitthvað gott. Klementína er rosadugleg og ég hef haldið litla fyrirlestra fyrir hana á kvöldin. Ég hef verið að segja henni hvað hefur gerst yfir daginn, svona það helsta allavega. Ég er viss um að hún hefur gott af því að heyra röddina mína á svipuðum tíma hvert kvöld. Þegar að hún verður komin í heiminn þá ræðir maður sennilega mikið við hana á kvöldin þar sem maður verður víst að vinna á daginn. Svo fer maður í rosalega langt og gott orlof þar sem ég fæ að vera með hana alla daga frá morgni til kvölds, himneskt þó svo að það verði sennilega í nógu að snúast. Hef fundið það að ekki er það hrist fram úr erminni að sjá alfarið um heimilið eins og ég hef gert síðustu vikur"
Svona var það nú...
Og ég er vel kaffaður.... sef ekki næstu daga...
Komið inn úr vagninum í frostinu..













Og hér er nýi gripurinn mættur.....













Nákvæmlega engin ástæða til að sofa lengur............
Ég hlusta endalaust á Tiny tears með Tindersticks...

Tiny tears make up an ocean
Tiny tears make up the sea
Let them pour out, pour out all over
Don't let them pour all over me

TTT
FFFFFFFF
Frakkar feykja flestum frumraunum forvera fast framhjá fyrsta fyrirmyndarföður Frakklands....

11/10/2006


Þegar að ég les um innflytjendamálefni núna þá verð ég pirraður. Þegar ég heyri að svona margir vilja stoppa eða takmarka innflutning á erlendu fólki verð ég pirraður. Þegar ég heyri að það sé varla hægt að kaupa mjólk út í búð án þess að tala ensku þá verð ég pirraður. Er þetta ekki bara ótti og aftur ótti. Mér fannst gaman að heyra Eiríki Bergmann í Kastljósinu þar sem hann reyndi að koma vitinu fyrir Jón Magnússon. Ég hef nú reyndar ekki endalaust gaman af Eiríki og síst af öllu þegar hann fer að básúna um Evrópusambandið og snilldina við að troða okkur þangað inn. Þarna var þó allt annað uppá teningnum og hann fór í gegnum þessa umræðu á mjög svo fræðandi og sannfærandi hátt. Jón hinsvegar gerði það sem maður gerir þegar maður lemur hausinn í staur og sagði þetta bull og bullaði svo bara sjálfur um einhverja statistik sem passar ekki við. Ég vona bara að fólk átti sig á því að ef ekki væri svona mikið af erlendu vinnuafli sem er til í að koma til okkar og sækja sér betra líf þá værum við langt frá því að hafa það svona gott hérna heilt yfir..
Veit það ekki, það er trend að kaupa sér sveitabýli út á landi og vera þar af og til en ég veit ekki hvort að maður nennir í torfkofann sem við erum svo nýkominn út úr....
Annars er búið að vera vont veður núna með stuttu millibili en ég verð að segja að munurinn á fréttastöðvunum er svolítill með þetta. Siggi stormur á það til að gera þetta svolítið ýkt þó svo að alltaf sé gott að hafa varann á. Það má bara ekki gera þetta þannig að fólk verði orðið óttaslegið þegar að lægðir fara niður fyrir 963 millibör og þá sérstaklega ekki í miðborginni. Það mátti skilja þetta eins og að hús færu sennilega á flog í nótt en svoleiðis er þetta ekki. Svo horfði ég á Harald Ólafsson segja frá veðrinu í gærkveldi og hann var öllu rólegri og sagði frá þessu á yfirvegaðan hátt, þrátt fyrir að miklu líklegra sé að hann fjúki út í hafsauga heldur en Siggi Stormur ef maður gegnur út frá eðlisfræðinni í sambandi við þyngd....
Bríet er að fara í pössun á morgun þar sem Mamma og Pabbi hennar eru að fara út úr bænum. Helena ætlar að koma með Sögu og Alex hingað heim og verður sennilega stuð á hóli. Við komum svo sólarhring seinna og tökum við aftur. Þetta verður í fyrsta skipti sem við yfirgefum hana bæði í einu yfir heila nótt. Þetta er nauðsynlegt skref sem við þurfum að taka. Við erum að fara í stórbrúðkaup Önnu og Vidda á hótel Búðum og er maður nokkuð spenntur yfir þessu þar sem þetta er svo skemmtilegur staður og stemningin verður örugglega frábær..
Annars er að styttast í að mitt orlof verði búið og er ég ekki að meika það. Það verður suddalega erfitt að fara setja Bríeti inn á heimili dagmömmu og fara svo að vinna, eflaust venst þetta fljótt en þetta er ekki alveg það sem mig langar að gera eftir svona stuttan tíma. Fjórir mánuðir eru búnir að fjúka án þess að maður taki eftir því, enda er alltaf nóg að gera og mikið fjör. Svo verður þetta komið í einhverja rútínu fljótlega í janúar og lífið heldur áfram sinn vanagang.
Er búinn að hanga á fasteignavefnum síðustu mánuði og veit nokkuð vel hvað er í gangi þar, er alltaf að bíða eftir að draumeignin poppi upp og kalli á mig í gegnum netið..
Ahh Bríet að vakna...
dædædæ bababababa dædædædædæ, hversu mikil snilld er það...

11/03/2006

Svakalegt