11/17/2006

Þetta skrifaði ég á þessum degi fyrir ári síðan, bara gaman að rifja upp hvað hefur gerst á þessu ári sem er að líða síðan Bríet kom í heiminn.........
"Síðan síðast hefur lítið sem ekkert gerst nema eitthvað gott. Klementína er rosadugleg og ég hef haldið litla fyrirlestra fyrir hana á kvöldin. Ég hef verið að segja henni hvað hefur gerst yfir daginn, svona það helsta allavega. Ég er viss um að hún hefur gott af því að heyra röddina mína á svipuðum tíma hvert kvöld. Þegar að hún verður komin í heiminn þá ræðir maður sennilega mikið við hana á kvöldin þar sem maður verður víst að vinna á daginn. Svo fer maður í rosalega langt og gott orlof þar sem ég fæ að vera með hana alla daga frá morgni til kvölds, himneskt þó svo að það verði sennilega í nógu að snúast. Hef fundið það að ekki er það hrist fram úr erminni að sjá alfarið um heimilið eins og ég hef gert síðustu vikur"
Svona var það nú...
Og ég er vel kaffaður.... sef ekki næstu daga...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home