Rétt fyrir frí....
Hérna sit ég í stofunni minni og bíð eftir að Hjördís komi heim úr vinnu. Hún er að slá öll metin mín í vinnustundasöfnun, hún vinnur bara og vinnur þar sem við erum að fara í frí eftir morgundaginn. Það hefur verið vægast sagt mikið að gera núna og kærkomið að detta í frí. Fyrirmyndarfélagi ætlar að ná í okkur út á Arlanda flugvöll á laugardaginn og þar með hefst gleði í svíaríki. Það er sjúkleg tilhlökkun að hitta vini sína þar og stefnan er sett á holugrill á fyrsta degi. Það verður líka gaman að sjá miðborgina í Stokkhólmi og faðma hana alla.
Ég skellti mér í laugina áðan og sat í gufunni þangað til að ég skreið út, þvílíkt gott. Annars er ekkert sérstakt í dæminu annað en að maður bíður allt árið eftir að fá frí og svo er bara komið að því, nú er bara að njóta þess.
Ég skellti mér í laugina áðan og sat í gufunni þangað til að ég skreið út, þvílíkt gott. Annars er ekkert sérstakt í dæminu annað en að maður bíður allt árið eftir að fá frí og svo er bara komið að því, nú er bara að njóta þess.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home