Fréttir.
Erum heima eins og stendur og Kill Bill er að byrja í sjónvarpinu. Hálfur Quality Street er á stofuborðinu og við alsátt. Það kemur í ljós á morgun hvert haldið verður restina af fríinu. Það er ýmislegt sem þarf að gera hérna eins og að senda bílanna í skoðun og svoleiðis. Einhver var búin að setja öll verkefni sín á sumarfríið en það er ekki alveg svo hér. Annars ekkert nýtt þannig.
Okkur var boðið í mat á laugardaginn og ég skellti mér nokkrar mínútur í hafið svona til að starta vertíðinni þar, selurinn var í hálftíma úti enda með eitthvað annað húðlag heldur en ég. Við sáum Batman á 2 sýningu í gær með hinum börnunum og skemmtum okkur konunglega, ég mæli með þessari mynd þar sem að hún toppar allar hinar til samans. Okkur var svo boðið í pitsu til Dagnýjar og Kristjáns eftir það. Þau eru að fara flytja til Akureyrar aftur og búin að kaupa íbúð og allar græjur, það mun örugglega ganga vel hjá þeim enda toppfólk í alla staði. Þau eru einnig að fara að gifta sig í næsta mánuði þannig að allt er að gerast. Jæja, þrettán mínútur í að myndin byrji þannig að best er að svala drekanum og ná sér í eitthvað að drekka enda löng mynd framundan. Ég vona að allir hafi það gott......