8/20/2007

Jæja nú fer að styttast í verklok hér í hlíðunum. Húsið að verða mjög fallegt og allir náðu saman um litinn á húsinu. Þetta er aðeins dekkra en húsið við hliðina en á samt eftir að lýsast aðeins.










Það sjást vel skilin á litunum á bílskúrnum. Lokssins fer þessi bílskúr að líta vel úr. Akkúrat þegar við förum að flytja. Við vorum jú að skrifa undir kaupsamning í dag...










Það er gaman að vita til þess að þetta er allt gert með gamla laginu þar sem þeir kasta þessu á en sprauta ekki eins og margir gera í dag. Sá sem er í verkinu hefur verið í þessu í 50 ár.










Það verður svo fínt þegar við getum lokssins horft út um gluggana sem eru líka nýjir....