4/25/2007
4/23/2007
Langt síðan ég hef bloggað, þetta hef ég skrifað 100 sinnum áður. Ég er reyndar duglegur Bríetar megin en hún verður að fara taka við sínu bloggi sjálf. Allt er við það sama og við berjumst við veikindi sem eru kannski ekkert af rosalegri stærðargráðu en það er ekkert gaman fyrir Bríeti að halda ekki út heila viku hjá dagmömmu án þess að enda á spítala í tékki. Vonandi fer þetta að minnka svo hún fái tækifæri til að láta mömmu sína og pabba fara með sig í húsdýragarðinn. Það verður sennilega allt vitlaust þegar það gerist. Bríet hefur horft stundum á Animal planet og skríkir reglulega þegar að hundar og kettir birtast á skjánum.
Ég er að fara í próf 2. maí, er að reyna undirbúa þá setu þessi kvöld og vonast til að slefa þetta og verða þá laus við skólann þennan.
Ekki veit ég alveg hvað tekur við en ég hef ákveðið að klára þetta áður en ég fer að básúna um hvað mig langar til að fara læra. Maður verður að fara spýta í lófana svo maður verði ekki mikið eldri en kennararnir.
Sumarið er framundan og við erum ekki búin að ákveða hvert verður farið. Svo eru stórframkvæmdir að hefjast hérna á húsinu þar sem verður skipt um alla glugga til að byrja með svo tekur næsta gengi við og gerir við allar skemmdir á húsinu, svo verður það steinað upp á nýtt þannig að það verður alveg glæsilegt. Verst að það sé bara eitt svefnherbergi hér því maður gæti vel hugsað sér að vera hérna áfram þegar búið verður að taka allt í gegn. Ég mun gera þessum framkvæmdum skil hérna eins og áður en mér finnst gott að setja það inn því þá er hægt að skoða þetta eftir á. Ég tók mér til um daginn og coperaði bloggið inn í word og það endaði í tæplega 300 bls af rugli sem ég hef sett hérna inn. Þetta eru því ágætis heimildir um hvað er að gerast.