Djöfull er langt síðan ég bloggaði síðast. Ég er alltaf með hugmyndir af bloggi í dagssins önn en svo nenni ég aldrei að blogga. Nóg að gera hjá manni þessa daga sem flesta og rútínan nokkuð góð. Ég er vonandi að klára skólann í vor og það verður gott að vera laus við þetta skólastig. Við erum alltaf að spá í að flytja og leitin er að þrengjast, líklega skoðun við eina eign á morgun eða um helgina. Vinnan hjá mér er 8 til 4 rútína og ekki mikið meira hægt að segja um það. Bríet stendur sig vel og fer að öllum líkindum í rörið á næsta mánudag ef hún kemst í gegnum svæfingalæknissíuna sem stoppaði hana af síðast. Hún er svo hress og skemmtileg og virðist vera fíla dagmömmurnar Ingu og Selmu í botn, allavega er hún yfirleitt glottandi eða hlæjandi þegar ég sæki hana klukkan 4 á daginn. Ég vona að hún fíli þetta áfram enda er mikið fjör þarna þar sem um 10 krakka er að ræða.
Handboltinn fór út um gluggann en ég er glaður að Pólverjar unnu Danina og vona að þeir klári þessa keppni þar sem ég get ekki fílað að Þjóðverjar vinni þetta.
Annað er að ég er byrjaður að hlaupa aftur eftir árs frí og er í svo lélegu formi að það er fyndið. Reyndar er ég reyklaus upp á meira en hálft ár þannig að það hjálpar þó til við að komast í form aftur. Ég er að reyna við hlaup sem er partur af inngöngu í lögregluskólann, 2.0km á 9:30 og vonast ég til að ná því fljótlega. Testaði þetta í gær og fór þetta á 10:20 sem er 50 sekúndum frá þessu. Svo þarf maður að taka upphífur og magaæfingar ásamt sundi til að klára þetta en best að byrja á hlaupinu. Ef maður getur klárað allt sem ætlast er til í þessu þá er maður í fínu formi. Best að taka það fram að ég er ekki að fara í lögregluskólann......
Gott að hafa svona verkefni sem snýr að því að koma sér í form.
Svo gæti verið að ég verði duglegri að blogga en ég hef sagt þetta áður....
Bríet sagði örugglega aumingi þegar ég var að baða hana áðan, hvar lærir hún svona...