5/12/2006

Jæja næstsíðasti vinnudagurinn fyrir smá frí, nokkuð gott mál. Um helgina þarf ég að slá garðinn og reyna að finna út hvort að það sé geitungabú í garðinum. Það eru alltaf stórar 3 hestafla að sveima um í garðinum og ég vill ekki að þetta verði einhver miðstöð flugna og skorkvikinda. Ég bar áburð og mosaeyði á flötina um síðustu helgi og hev verið að bíða eftir rigningu til að þetta virki nú allt eins og á að gera.
Í dag förum við í ungbarnasundið með prinsessuna og er það alltaf gaman, þetta er líka kannski eitthvað til að halda í þ.e að fara með hana í sund seinnipart á föstudögum og svo er farið heim og borðað og skellt sér svo í svefninn. Allavega legg ég það fyrir nefndina.
Ég er ennþá stútfullur af próflesturs upplýsingum og horfi á skýjafarið og reyni að velta fyrir mér vatnsklóm og gráblikum, hugsa reglulega um möttulstróka og iðuvalsa einnig er nauðsynlegt að vita að í einu tonni af vatni er að meðaltali 35kg af salti.
Annars eru allir spakir og góðir held ég.

Annars fannst mér þetta merkilegt, ef að aldur jarðarinnar væri settur upp í mannsár þá liti þetta svona út.....

Jörðin varð til Fyrir 46 árum
Elstu berg jarðar Fyrir 38 árum
Elstu menjar lífs Fyrir 35 árium
Líf nemur land Fyrir 4 árum
Risaeðlud deyja út Fyrir 8 mánuðum
Elsta berg Íslands verður til Fyrir 2 mánuðum
Ættfaðir mannsins birtist á sjónasviðinu Fyrir 3 vikum
Ísöld hefst Fyrir 11 dögum
Hinn upprétti maður kemur fram Fyrir 6 dögum
Nútímamaðurinn kemur fram Fyrir 3-4 klukkustundum
Lok síðasta kuldaskeiðs Fyrir 50 mínútum
Landbúnaðarbyltingin Fyrir 50 mínútum
Ísland numið Fyrir 5-6 mínútum
Iðnbyltingin Fyrir Rúmri 1 mínútu
Tölvubylting gengur í garð Fyrir 3-5 sekúndu

5/10/2006

Kláraði síðasta prófið áðan og er afar sáttur, maður fær svo að sjá útkomuna seinna í maí. Fór með Stjóna félaga í hádegismat á búlluna og við skelltum í okkur borgara og áttum fínt spjall. Hrikalega fínt..

ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR ÞEGAR PRÓFUM LÝKUR....