4/29/2004

MM fréttir

Það er að koma sumar og þriggja hestafla fluga reyndi að fá lendingarleyfi á tölvuskjánum hjá mér í vinnunni. Það er eitt magnað við staðsetningu vinnu minnar, það er að ég fæ að upplifa það að starrinn er að reyna að finna sér stað fyrir eggin sín, endur vappa í kringum húsið og köngulær fara að koma sér fyrir utan á húsinu. Í kaffistofunni er dökk filma á gluggunum og sökum þess vappa fuglarnir óhræddir um veröndina og átta sig ekki á því að bakvið glerið sitjum við stundum og fylgjumst með þeim. Þetta er stundum ágætt eins og flugumferðarstjórarnir á Heathrow geta starað á fiskabúr til að hvíla sig frá geðveikinni sem að starfinu fylgir.
Kallarnir í sundinu eru að fjölga og eru annaðhvort að vakna að værum vetrarblundi eða að koma frá sumarhúsunum sínum í sólríkum suðurhöfum. Þetta er ágætt og partur af einhverju sem að ég verð vonandi partur af líka. Laugardagslaugin er alveg frábær sundlaug að mínu mati og ég vona að Bjössi eða Dabbi taki hana ekki undir heræfingarsvæði. Það kæmi mér ekkert á óvart sökum þess hvernig þeir hafa farið hamförum síðustu mánuði. Ég er ekki alveg að trúa hvernig Ísland er að verða vitandi þess að ég tek þátt í þessu. Yfirgangurinn er svo svakalegur að ég get orðið æfur. Það er eitt alveg á hreinu að þessi ótti við hryðjuverk er orðin af maskínu sem að keyrir hverja vitleysuna í gegn af annarri.
Ég var á námskeiði í sambandi við nýjar öryggisreglur varðandi öryggi á hafnarsvæðum. Þar sá ég myndir af sprengjuvesti eins og eru notuð af hryðjuverkamönnum sem að sprengja sig i loft upp. Þar sá ég hvernig sprengjuefninu var komið fyrir og þar voru líka naglabelti og rær sem að voru listilega raðað upp í tugatali. Þessir naglar og rær eru svo húðuð rottueitri til að valda örugglega sem mestum skaða, sjúki heimur....Þetta nægir til að sprengja strætisvagn svo illa að hann lítur út eins og kókdós sem að lendir í sláttuvél. Þetta allt saman er ekkert nýtt undir sólinni og ég sé ekki að við þurfum að missa okkur. Þessar reglur sem slíkar eru samt margar mjög góðar og ættu að vera komnar í gagnið fyrir löngu síðan. Það er samt visst afturhvarf til gömlu Sovétríkjanna sem að svífur yfir vötnunum....
Annnnir

Ég hef ekki bloggað síðan á laugardag sökum anna. Það er allt vitlaust að gera hjá mér og ég var að vinna til að verða 23:00 í gær. Þetta er ekkert skemmtilegt og ég veit það. Ég er með fullt af hlutum sem að ég þarf að gera en kemst ekki í það. Er að fara að læra undir próf um helgina og kvöldið er planað í að klára verkefni fyrir skólann, FUCK.

4/24/2004

Topp 10

Er hér að bögglast á netinu og stundum er netið bara leiðinlegt. Það er þegar að maður veit ekki hvað maður á að skoða. Ég er búin að fara yfir það helsta í Pearl trommunum, skoða heimasíðu Kalla og félaga í Tenderfoot ásamt því að lesa helstu blogg sem að ég kemst í. Taggart er að reyna að redda málunum í sjónvarpinu og hefur tekist að svæfa eina manneskju upp á Íslandi, nánar í sófa í Mávahlíðinni. Það er spurning hvort að ég ætti að slökkva á tölvunni og fara að sofa eða að halda aðeins áfram að kreista netið í von um að það geri eitthvað sniðugt.
Hjördís minntist aðeins á að hafa verið að hlusta á Cure á bloggi sínu og það er sökum þess að við vorum að kaupa einn disk með þeim. Mér fannst eitthvað svo nauðsynlegt að eiga þennan disk vegna þess að hann inniheldur lög eins og Pictures of you sem að mér finnst vera eitthvað svo frábært lag. Ég hef verið að reyna að hugsa um hvort að sum lög komist inn á topp 10 alltimes listann sem að ég er ekki búin að setja niður ennþá. Stundum held ég að lögin sem að eigi möguleika séu of mörg og stundum of fá. Helstu kandídatar sem að ég man eftir núna gætu verið:

Pictures of you....The Cure
5 miles out....Mike Oldfield
Ashes to ashes...Bowie
Where is my mind....Pixies
Head down.....Soundgarden
One...U2
Adored......Stone roses
Wish you were here......Pink Floyd
Coldsweat...Sykormolarnir
Live forever....Oasis

Nokkur lög man ég ekki hvað heita, en artistunum man ég eftir.

PJ Harvey, Tori Amos, Salad, Smashing Pumkins, Talking Heads, Nirvana, Hole og fleiri................

Þegar að allt kemur til alls þá mundi ég ekki eftir fleiri lögum án þess að standa upp og fara að tékka í CD rekkann. Þetta er semsagt listi þessa dags í dag og ég mun örugglega muna eftir einhverju þegar að ég stend upp til að fara að fá mér að reykja. Þegar að ég var að reyna að muna eftir lögum þá áttaði ég mig á því hversu mikil áhrif tónlist hefu haft á líf mitt.
_______________________________________________________________________________________________
Stockholm Syndrome..

Hitti Óla IT og Stein í búningsklefa laugardagslaugar í morgun. Það var ekki hægt að fina betri stað til að hittast á laugardagsmorgni. Þeir voru að koma upp úr lauginni með strákana sína og voru hressir. Það er fyndið að við búum allt í einu svo nálægt hvorum öðrum. Við ætlum að taka lunch á mánudaginn og fara yfir stöðuna. Það vantaði bara Stjóna til að fullkomna þetta, það er þó erfitt að fá hann til að koma í búningsklefa laugadagslaugarinnar með svona stuttum fyrirvara sökum þess að hann er í Stokkhólmi.
Ég og Hjördís fórum til Hafnarfjarðar í dag til að skoða hvort að þar væru einhverjar búðir til að frelsa peninga, við fundum þær og ég keypti mér gallabuxur afþví að mér vantaði þær svo rosalega mikið..humm.
Við fórum út að hlaupa í morgun og það var hressandi byrjun á deginum. Gærkveldið endaði í svefnmóki yfir Godfather II þannig að nauðsynlegt var að hrista það af sér.
Kvöldið í kvöld er óskrifað blað en mér sýnist það enda hér í stofunni, en það er þó aldrei að vita hvað gerist.

________________________________________________________________________________________________

4/22/2004

Gleðilegt sumar folks...................................................................................................................

Það hefur verið sorglega lítill tími til að blogga, verð að bæta úr því. Síðustu dagar hafa verið rosalegir í vinnu og skóla. Ég tók þó frí í dag þó svo að ég hafði þurft að vinna. Það verður stífur dagur á morgun í staðin en það er svo komið helgarfrí. Ég og Hjördís fórum í sund í dag og skelltum okkur svo upp í heiðmörk í fyrsta skipti, ég þurfti að finna heiðmörk í símaskránni til að rata. Það var fínt að labba þarna og veðrið var alveg geggjað. Eftir þetta skelltum við okkur að sjá seinni helming Kill Bill. Djöfull var þetta fín mynd, ekkert nema taumlaus gleði eins og fyrri myndin. Það eru sennilega ekki allir búnir að sjá myndina þannig að ég segi bara snillllld.
Ég hef ekkert fylgst með fréttum eða neinu síðustu daga, sem að er fínt af og til. Það breytist ekki mikið þó að ég missi af fréttunum. Nú fer að styttast í próf og ég þarf að fara að skipuleggja hvernig þetta verður allt saman.

Ég keypti tónleika með Placebo á DVD. Þetta eru tóneikar sem að áttu sér stað á síðasta ári og eru í sömu tónleikaröð og þeir sem að ég sá í Stokkhólmi. Þetta eru mjög góðir tónleikar og ekki spillir að Franc Black spilar með þeim í síðasta laginu sem að er Where is my mind, Pixies slagarinn. Þessir tónleikar voru í París og þar voru mættir 16000 gestir til að fylgjast með bandinu. Þetta er konfekt og ég er sáttur við kaupin....

_______________________________________________________________________________________________

4/16/2004

Get ekki lesið bloggið.......bööööö

4/15/2004

::::::::::<>:::::::::::::
Þið eruð frábær, söng maggi og hló. Ég hef það fínt og er orðin svona vinnuruglaður. Komst að því að ég var í 160% vinnu í síðasta mánuði. Það er þokkalegur djöfull en betra en að vera í 20% vinnu. Ég á ekki að vera að blogga núna vegna þess að bloggandinn er ekki yfir mér. Reyni að herða mig svo að ég detti ekki úr ofurblogghópnum...

Magnús Magnússon, Magnússar Þórs Tryggvasonar Trompetleikara..........

4/14/2004

Hóooooooo
Fuck, hef ekki haft tíma til að hugsa fyrir vinnu og höfuðverk. Það munaði ekki miklu að ég færi með sólgleraugu til íslenskukennarans. Ég var að leggja fyrir svona lokadrög að ritgerðinni minni um Braga og kennarinn var svona hrifinn. Smá lagfæeingar og þá get ég skilað inn. Sumir á undan mér fengu þvílíka lesningu að ég roðnaði bara þegar að ég var búin. Ég er bara svona góður.....haha.. Ég held bara að efnisyrðingin hafi slegið í gegn hjá honum. Það er ekkert létt að gera svona ritgerð um ljóðabók sem að kom út árið 1991 og allt í bullandi rugli. Hvað um það , ég verð að breyta viðhorfum, ég held nefnilega að ég sé í þrælaskipi og komist ekkert í burtu. Þetta lagast...

Trendið í blogghringnum er greinilega IQ test frá leyniþjónustu Bandaríkjanna. Þeir eru að vinna núna úr svörunum og góma ykkur bráðlega. Ég vill fá svar sem að er í þessa áttina.

Magnús til hamingju, þín greindarvísitala er góð, þú veist hvar Evrópa er og ég fíla þig.

Björn B..

4/11/2004

Páskaeggið minnkar og minnkar, skil þetta ekki...
Sænska kvikmyndabiðin.....

Búið er að fæða foreldra mína sem að komu í heimsókn úr sveitinni. Þetta var svolítið óvænt og ég er ekki frá því að það sé gott. Matarboðið hjá Frikka og Óggu heppnaðist rosalega vel í gær. Við fengum snilldarmat og svo var spjallað fram á nótt. Hápunktur var þegar að fullur nágranni á hækjum dinglaði og vildi fá að vera með, snilldaratriði þar sem að hann talaði ekki íslensku og sagði bara neibör....neibör...Í dag hef ég verið að læra og svo fórum við Hjördís í sund eins og venjulega. Við skelltum svo upp mat fyrir fólkið og erum að slappa af og bíða eftir sænskri mynd í sjónvarpinu. Þessir páskar eru búnir að vera góðir og frekar rólegir þó svo að við höfum nóg að gera. Ég þarf að vakan klukkan átta í fyrramálið og halda áfram með ritgerðina, skrifaði fyrst ritgerpið, það passar kannski betur. Hafið það gott..........heima og heiman..........
Molaættleiðingin...

Komst að því í heimildarvinnu minni að það er hægt að ættleiða Sykurmola og setja þá á síðuna sína, sökum þess að ég er að vinna að ritgerð sem að tengist Braga mola þá ætla ég að leyfa honum að dúsa á síðunni minni. Veit ekki hvort að hann hafi samt gaman að því. Kannski næ ég í fleiri mola honum til gamans. Verst að þau séu ekki með hljóðfæri líka, þá væri kannski hægt að plata þau til að spila.

chibi cubes

4/10/2004

English summer rain.........
Var að koma úr sundi, hef verið að læra í dag meðan að ég hef ekki verið í símanum. Ég er búin að heyra í báðum Frikkunum, algjör snilld að eiga tvo félaga sem að bera sama nafnið. Þá þarf maður að vera sniðugur þegar að maður skýrir þá í símanum. Stundum hringir Frikki BCN svo er það Frikki Gull, svona er þetta.. Spjallaði lengi við Barcelona og alltaf gaman að eiga transatlantic símtöl. Hef verið að stúdera ljóðabók Braga Ólafs í nokkra daga og er að byrja að hamra eina ritgerð á morgunn. Bragi er flottur hvort sem að hann er á pennanum eða bassanum. Það er fyndið að hugsa til þess að hvað ég dýrkaði Sykurmolana, raunar geri ég það ennþá og ber mikla viðringu fyrir þessu liði sem að stóð að þessu öllu saman. Sigtryggur hefur alltaf verið langskemmtilegasti trommarinn hér á landi, Birgir Baldursson kemst eina næst honum en svo veit ég ekki með aðra. Gulli Briem finnst mér alltaf vera svona sodastream gaur, veit ekki alveg hvernig að útskýra þá. Jú hann kann sennilega einna mest en er bara ekki að gera skemmtilega hluti með kjuðanna. Fúsi trommari Óttarson hef ég þekkt lengi og hann er einnig mjög góður trommari. Það er bara eisn með þetta og margt annað, skiptir ekki máli hvað þú ert með mörg stig heldur er það listsköpunin sem að kiptir máli...úúúúúú mína leyndardóma hljómar á popptíví.....þvílík listsköpun þar á bæ....ekkkkkkiii. Er að fara í mat til Frikka og Óggu, tær snilld og mig hlakkar til að hitta þau. Ég vann fyrstu umferð í heimsmeistara keppni okkar Frikka í billiard, best að núa því að eins í hann. Annars þegar að ég hugsa um billiard þá er það snilldar kúluleikur sem að konur í Frakklandi fundu upp sökum þess að það vantaði kúluleik til að spila innandyra. Þær máttu ekki spila kúluleiki í sólinni. Kannski verður þetta aftur vinsælt hjá þeim bráðlega fyrst að trendið er að vera aldrei í sól. Kannski þarf að markaðsetja billiardinn aftur með hliðsjón af því hversu skaðleg sólin er fyrir húð okkar...

Lag dagsins.......

Verð bara að segja að nýjasta Cypress Hill lagið er algjör snilld ::::what´s your name what´s your number.....Það er eitthvað skemmtilegt að gerast þarna hjá þeim, ég veit bara ekki hvað það er. Sennilega keypt eitthvað skemmtilegt krydd til að nota í matinn...Það vottar fyrir einhverjum SKA fíling sem að blandast við rapprokkið...Þokkalegur kokteill þar..

Til hammara Cypress........

4/08/2004

Tónleikar tómleikar.......

Friðgeir sagði frá því að lag væri að fara á safndisk hjá smekkleysu og kannski yrði eitthvað af tónleikum í sumar. Þetta gerir það að verkum að ég fæ sennilega að spila á tónleikum í sumar. Þetta er alveg frábært, ég hef ekki spilað á tónleikum síðan á útgáfutónleikum Útópíu fyrir löngu síðan. Ég hef verið að koma mér í spilaform upp á síðkastið og verð orðin fínn bráðlega. Þegar að ég fer sjálfur á tónleika þá langar mig alltaf að grípa í trommurnar, þetta er eitthvað sem ekki er hægt að losna við. Þetta eru því frábærar fréttir þó svo að þær séu ekki alveg nýjar fyrir mig. Ég hef bara ekki verið að básúna því út í loftið fyrr en að meistarinn er búin að gera það opinbert....

Oldham........
Red hot túrbína..

Var að horfa á live myndband með Red Hot Chilli Peppers og þeir eru eitthvað svo frábærir. Við vorum að tala um hvað þeir væru tímalausir og einlægir, það skiptir ekki máli hvað þeir gera það er einfaldlega alltaf fínt. Það var stórkostlegt þegar að blood sugar sex magic kom út. Það var svo mikil bylting að mínu mati. Flea bassaleikari er rosalegur bassaleikari, ég er ekki viss um að ég muni eftir öðrum eins í svipan. Ég væri til í að eiga Live DVD með þeim. Ég hef mjög gaman að því að horfa á tónleika á DVD og það er furða að ég á samt ekkert afþví. Það lagast sennilega fljótt.
Árni félagi er á leiðinni í mat, hann er grasekkill núna þar sem að Katla er að flækjast í New York. Það verður gaman að fá hann í heimsókn. Ég fékk símtal frá Yfirmanni mínum sem að sagði mér að ég þyrfti ekki að vinna á mánudaginn, þökk sé bilaðiri túrbínu einhverstaðar fyrir utan Immingham. Má ekki gleyma að láta aðra vita þar sem að goggunarröðin má ekki fara úr skorðum.
Ég er þreyttur og þarf að taka því smá rólega meðan að ég er í fríi, þá meina ég að ég á ekki að fara að rífa upp tré og færa til bíla með höndunum.....

J. Merrick

4/07/2004

Beiðni um ekki metal færslu.
Sá 24 hour party people eða hvað sem að hún heitir á föstudagskvöldið. Þvílik snilld þetta gamla britpopp. Ég væri til í að heimsækja Manchester bara til að átta mig á tónlistasögunni þarna, ekki til að sjá einhvern helvítis fótbolta. Ég skil ekki hvernig er hægt að gera fótbolta að trúarbrögðum. Það er til fólk sem að hefur ekkert annað að tala um en fótbolta, það er svona andlega fáttækt fólk. Jæja brit poppið, það er svo fyndið líka hvernig það hafa verið tvær sveitir að berjast um hituna. Oasis- Blur, Travis- Coldplay, það má halda áfram en þetta er eitthvað skrýtið. Nú er Placebo í útvarpinu og það finns mér vera snilldarband. Tónlist er einfaldlega eitt af því sem að getur alltaf huggað mann. Tónlist er snilld..

4/05/2004

Placebo
Ég er alveg rosalega sáttur við að hafa verslað mér miða á Placebo tónleikana, þetta verður eflaust geggjað því að bandið er alveg great á tónleikum...
Placebo in Iceland
Tickets for the Iceland show in July are now on sale.

4/04/2004

Blaðaútgáfan.........

Helgin er búin að vera góð. Hitti Árna aðeins á föstudagskvöldið og við sátum á kaffihúsi til ellefu. Það var farið að kaupa sófaborð í gær og fleira. Við slökuðum á en fórum seint að sofa. Við þrifum íbúðina í morgun og fórum svo í sund. Þetta er svona frekar einfaldur dagur sem að ég er að fíla. Hvernig á maður að nenna að fara að vinna á morgun, þetta er eitthvaðs vo gott eins og það er. Vinnufélagi minn er kominn aftur í barneignafrí og það gerir það að verkum að ég get ekki fengið að sinna starfinu mínu í friði. Ég þarf að stýra meira og segja einhverjum til. Það þýðir ekki að væla en ég hef svo sem nóg með mitt. Það er engin skóli fyrr en eftir páska þannig að ég get nýtt tímann og lært. Það veitir ekki af því. Ég þarf að skjótast bráðlega og tromma aðeins. Ég er nú komin með miða á Pixies og Placebo, mér fannst ekki hægt að sleppa Placeo vegna þess að þeir verða að spila við aðrar aðstæður en þegar að ég sá þá spila við síðast. Ég sá Placebo á útitónleikum þannig að það er annað mál. Nú er Metallica skráð til leiks og Hjördís var að minnast á að við þyrftum að sjá þá. Það er eiginlega ekki annað hægt.

Nú langar mig í kaffibolla og sígó, Moby er á fóninum og Hjördís er dottinn í biblíuna sína, Vogue. Það er alltaf þykkt blað tvisvar á ári og þetta er annað þeirra þannig að ég næ sambandi við hana í næstu viku. Hvernig væri ef að biblía trúarbragða yrði gefin út mánaðrlega og maður gæti fylgst með helstu trendum í trúarbrögðunum. Hvernig fólkið klæðist í kirkjum og hverjir voru hvar. Hverjir sóttu þessa messu og hverjir sóttu söfnuðina, hvernig fólkið var klætt og þar fram eftir götunum. Hvaða prestar eiga flotustu bílanna og hverjir eru að fylgja tískunni. Marsblaðið gæti snúist um hempur og skeggtísku.
Ég þarf að skoða þetta mál.
Ég væri alveg til í að lesa þessa bók ef að ég hefði tíma til þess.

4/02/2004

Helgarfrííííí.......
Það er að koma helgi. Helgi er búin að vera veikur. Helgidagar á bílnum. Helgidagar í næstu viku. Heilagur helgi. Ég er hress að vanda og er búin að vera duglegur í dag. Það er svo gott að það séu að koma páskar, þá meina ég frí. Ég veit ekkert hvað gerist um helgina nema að ég þarf að læra og svo ætla
ég og Hjördís að hafa það gott. Hjördís fékk að ráðast á hausinn á mér með skærum í gærkveldi, það má stundum gera það þegar að allt er komið í óefni.
Það er margt sem að mig langar að gera núna um helgina en ég verð líka að slaka aðeins á.
Annars.......
Ég enda eins ogþessi vinur sem að er að fara yfir um....

4/01/2004

Peter Singer......

Var á fyrirlestri um Peter Singer í gær og þar var gaur að lýsa því yfir hvað hann væri frábær. Það var verið að tala um dýrasiðfræði og hvernig við ættum að taka dýr inn í þennan siðferðishring okkar. Ég var að skoða síðu Peters og fann þá þetta hér fyrir neðan og fór þá að spá í því hvort að hann hafi farið að spá í þessu vegna jafnréttissjónarmiða. Ég sé ekki að þetta sé svo sniðugt. Er ekki málið að fá fólk til að hugsa hvað við erum að gera við hvort annað áður en við förum að leyfa dýrum að fá vegabréf og kennitölu. Það er fullt af fólki sem að hefur minni rétt en dýr og það er ömurlegt að hugsa til þess að heimspekinemi sé að rausa um þetta í leðurjakkanum sínum og segja okkur að við eigum ekki að borða dýr. Auðvitað á maður ekki að fara út í sveit og leika sér að því að drepa dýr en það verður að hugsa aðeins lengra heldur en bókstafurinn segir.
Ég mæli samt með að skoða hvað Peter Singer hefur að segja því að hann er að skrifa bók um Bush. Bush hatar Peter Singer eins og pestina. Hér er linkur á svæðið.........

"One way in which we might reply to this argument is by saying that the case for equality between men and women cannot validly be extended to nonhuman animals. Women have a right to vote, for instance, because they are just as capable of making rational decisions as men are; dogs, on the other hand, are incapable of understanding the significance of voting, so they cannot have the right to vote. There are many other obvious ways in which men and women resemble each other closely, while humans and other animals differ greatly. So, it might be said, men and women are similar beings and should have equal rights, while humans and nonhumans are different and should not have equal rights."

Eins og ég segi þá er margt þarfara að gera í heimunum en að gera þetta að stórmáli.......AÐ MÍNU MATI........
Teljarinn..
Nú er teljarinn minn að nálgast þúsund. Það er ekkert nema fyndið..Ég á einn gúmmíkjúkling til að framselja. Nei ég tími honum ekki. Er annars þokkalegur og það styttist í páskafrí. Ég ætla að éta páskaegg númer 7, það þýðir ekkert annað. Það er allt í einu komin fimmtudagur og ég er nývaknaður eftir síðustu helgi. Ég spyr því hvert ´mán, þri og mið flugu. Ég skil ekki hvernig tíminn getur verið svona fljótur að líða. Ég ætla að reyna að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug og skrifa um það á eftir....