Saturday´s night......
Jæja dagurinn byrjaði á því að læra. Hjördís fór á fætur stuttu seinna og við gerðum okkur klár í sund. Það voru margir í sundi en allt á sínum stað. Við klikkuðum ekki á að fara í Kringluna eins og venjulega og versluðum okkur mat fyrir kvöldið. Fyrir valinu var afbragðs nautalund og virtist hún vera sátt við að yfirgefa kjötborðið enda fullmikið að svínakjöti í kringum það..Ég hélt áfram að læra og svo var farið að elda....snabbt, enkelt.
Stjóni vinur hringdi frá Sverige í gærkveldi og við spjölluðum um þennan heim og annan í langan tíma. Það hefur verið mikið í gangi þarna í bransanum og verið að stækka, græja og gera helling. Ég sakna alltaf Stockholms þegar að maður fær fregnir af því sem er að gerast. Það var verið að opna í Danmörku og það gekk rosalega vel. Ástæðan fyrir þessum söknuði er að sjálfsögðu skemmtileg borg, frábær vinna og vinir sem að maður eignaðist þarna. snilldin er sú að vinirnir eru ennþá til staðar og ég hef ekkert heyrt um að það eigi að færa Stockholm neitt. Vinnan er afstæð til þess að gera, bara verkefni dagsins og ekkert meira um það. Það var bara gott að heyra að það gengur vel, enda mjög kraftmikið fólk sem að stendur í þessu..
Datt í hug hvort að það væri hægt að rækta umburðarlyndi og koma því í áburðarflugvélar og sprauta því yfir heimsbyggðina. Það er ótrúlegt hvað fólk virðist vera snautt af þessarri dygð. Ég hef verið að spá í það hvernig fólk getur oft á tíðum farið úr límingunum þegar að kemur til dæmis að trúmálum og því sem að það tilheyrir. Fólk fæðist inn í mismunandi aðstæður hvort sem það er trúarfstæki eða alkóhólismi. Fólk á það til að vilja berjast fyrir málstaðnum út á ystu nöf þessa heims. Þetta finnst mér merkilegt og ég hef eflaust tekið þátt í þessu að einhverju marki. Getur verið að trúarofstæki sé bara risastór meðvirkni.
Ég er að reyna að kortleggja mín viðhorf og ég man eftir því þegar að maður stoppaði mig á götu út í stokkhólmi og vildi kynna fyrir mér eitthvað Greenpeace dæmi. Ég kváði og sagði við hann, I´m from Iceland and I support whalekilling. Afhverju sagði ég þetta, jú ég er ekkert á móti veiðum á hvali ef að það er gert með einhverri skynsemi. Mér fannst samt að ég þyrfti að flagga þessu....Æi það er stundum pínu fúlt þegar að Íslenski fáninn fær ekki að vera með og enginn virðist vita neitt hvar þessi annars risavaxna eyja er.
Jæja það má ekki gleyma sér hérna.....