Eftir 24 klukktíma verðum við að leita að hótelinu okkar í London. Temmilega spenntur og þarf að muna að vera ekki að hugsa um vinnu og skóla þegar að út er komið. Einungis má hugsa um að sleppa sér í gleðinni. Þetta verður þriðja London ferðin mín. Fór einu sinni með fjölskyldunni og Jóa frænda þegar að við vorum um fermingu. Þvílík upplifun, við gjörsamlega gleymdum okkur þarna frændurnir. Eitt sinn var boðið upp á ferð í dýragarð og inn í því var frír matur og svoleiðis. Ég og Jói fórum að sjálfsögðu í drykkjukeppni og fengum að geyma tómu glösin á borðinu. Ég man ekki hver vann en þetta var sennilega upphafið að drykkjuvandræðum okkar félaganna. Jói er reyndar læknaður af þeim.
Jói var svo stoppaður í tollinum og ninjastjörnunar, fretspreyið og svipan gaumgæfulega skoðað af tollvörðum. Ég held að hann hafi verið Talk of the town á Heathrow þennan daginn. Auðvitað kafnaði ég úr hlátri og geri það enn þá þegar að ég skrifa þetta.