1/28/2004

London Calling

Eftir 24 klukktíma verðum við að leita að hótelinu okkar í London. Temmilega spenntur og þarf að muna að vera ekki að hugsa um vinnu og skóla þegar að út er komið. Einungis má hugsa um að sleppa sér í gleðinni. Þetta verður þriðja London ferðin mín. Fór einu sinni með fjölskyldunni og Jóa frænda þegar að við vorum um fermingu. Þvílík upplifun, við gjörsamlega gleymdum okkur þarna frændurnir. Eitt sinn var boðið upp á ferð í dýragarð og inn í því var frír matur og svoleiðis. Ég og Jói fórum að sjálfsögðu í drykkjukeppni og fengum að geyma tómu glösin á borðinu. Ég man ekki hver vann en þetta var sennilega upphafið að drykkjuvandræðum okkar félaganna. Jói er reyndar læknaður af þeim.
Jói var svo stoppaður í tollinum og ninjastjörnunar, fretspreyið og svipan gaumgæfulega skoðað af tollvörðum. Ég held að hann hafi verið Talk of the town á Heathrow þennan daginn. Auðvitað kafnaði ég úr hlátri og geri það enn þá þegar að ég skrifa þetta.

1/27/2004

You are Neutral........

Ég held að ég sé akkúrat að verða Neutral í þessu lífi. Hver er meðalvegurinn?
Er það þegar að maður hefur ekki áhrif, hefur ekki áhuga, hefur ekki vilja til að hafa áhuga eða áhrif. Hvað er það sem að veldur þessu. Kerfisbundið er hægt að gera hvern sem er neutral en hver er ávinningurinn í því. Stefni ekki að heimsyfirráðum en skyndilega hljómaði lagið Spaceman í útvarpinu og ég ætlaði mér heimyfirráð þegar að ég heyrði það fyrst. Hver man ekki eftir því hvað allt var mikilvægt tilraunarinnar vegna, það er bara nauðsynlegt tilraunarinnar vegna. Ég ætla að verða tilraun.
Það sem að ég veit fyrir víst er að þessir fjórir einstaklingar fyrir neðan breyttu minni heimsmynd reglulega mikið...

Þetta er dagsformið..............


How evil are you?

1/26/2004

Hvar er shouuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuut ouuuuuuuuuuuuuuuuuuuuut
Bara að þykjast hlusta, ekki að hlusta...

Fyndið þegar að fólk hlustar ekki á það sem ég segi. Ég útskýrði fyrir félaga mínum hvar viss búð væri hérna í höfuðborginni fyrir helgi. Hann fór ekki þá en bað mig að koma með sér í hádeginu. Hvað gerist, jú hann fór akkúrat þangað sem að hann átti ekki að fara. Ég var búin að tyggja í hann að fara ekki þá leið sem að hann átti að fara en hann bara gat ekki gert rétt. Hvað er þetta eiginlega með fólk stundum. Stundum eru menn svo ákveðnir í því að þeir hafi rétt fyrir sér að það er ekki fyndið. Kannski er ég svona stundum en ég vona að þetta sé ekki ég.

Einn sölumaður reyndi að klína slæmri stöðu sænsku krónunnar á verð hjá sér áðan. " Sænska krónan er óstöðug og þess vegna þurftum við að hækka verðið" yehhh right, sá hinn sami var rotaður þó að hann væri með öryggishjálm. Þið getið farið að skoða hann upp í skeifu....

Tyson
Ógga er að smíða sér heimasvæði..

Ég setti hana að sjálfsögðu í VIP hérna til hægri. Ég segi til hammara með síðuna.

1/25/2004

Fótboltamót dauðans,

Ekki góð statistik eftir boltann í gær. Töpuðum sjö sinnum en þetta var samt gaman. Það er alveg ótrúlegt að karlmenn í stuttbuxum með bolta fara rakleiðis á leikskólaaldur þegar flautað er til leiks. " helvítis dómara djöfull, boltinn fór víst inn, þú ert alveg ómögulegur, ertu ruglaður, aumingi" Svona voru kommentin sem að greyið dómararnir fengu í gær. Ég heyri samt að vöðvarnir mínir eru að kalla á mig " ertu klikkaður, eru engin takmörk". Ég er semsagt hálfur maður núna. Ég er búin að læra, hlaupa, þrífa og vera plataður af Hjördísi í dag. Hjördís sagði allt sem að segja þurfti um myndina sem að við sáum í gær. Rosaleg mynd sem að er skylda að horfa á.
Framundan er rólegheit og stefnan sett á bíó í kvöld.

Grunar að Íslendingar verði rasskelltir af Tékkum á eftir..........

1/23/2004

Kona dagsins::: Nýji tannlæknirinn minn.

Ég er ánægður að hafa skipt um tannlækni. Nýji tannlæknirinn tók vel á móti mér og reddaði deginum. John merrick gat ekki sofið á bakinu en nú get ég sofið rólegur. Frikki bloggaði risafærslur og það mun taka einhverja klukkutíma að lesa það. Ég er svo glaður að shoutið er komið í lag og Ógga er mætt á svæðið. Heyrði í Frikka hennar Óggu og hann var á Neskaupstað að díla með fiska. Veit ekki alveg hvernig hægt er að vera á sjó en það eru margir sem að geta það. Ég varð sjóveikur í skemmtiferðaskipi á Eystrasaltinu og þeir sem að þekkja sjóinn mundu bara hlæja af því. Ég tek ofan fyrir Læknum, flugmönnum og sjómönnum.

Jæja jæja......wax on wax off.
Sá þessa mynd í gær. Svolítið góð, svolítið vond.


Flautusleikjó í endajaxl.

Jæja, ég líkist John Merrick í dag. Endajaxl hefur gert uppreisn og vill fá að taka þátt í lífinu eins og hinir. Ég rak tannlækninn minn og er að fara til einnar sem að Hjördís þekkir. Gamli tannlæknirinn var alltaf svo upptekinn við að gjamma við aðstoðarkonuna sína að hann bara vissi ekkert hvað var að gerast. Ég vona að þessi nýja reddi málunum. Ég hef verið að gjamma um tannvesen áður og mér líður eins og að tennur séu í uppreisn. Reyndin er nú önnur, vegna þess að ég hef verið duglegur að fara til tannlæknis í nokkur ár þannig að ég á ekki von á neinni sprengju.

Ég er að fara að keppa í fótbolta með fyrirtækinu á morgun. Ég þarf semsagt að halda út 7 leiki og veit ekki hvernig það mun ganga. Finnst að Kófí Annan ætti að vera skiptimaður hjá mér sökum þess að hann á þátt í því að ég get ekki hlaupið eins og Carl Lewis. Þetta verður samt meira til gamans gert sökum þess að ég nenni yfirleitt ekki að taka þátt í því sem að er að gerast hjá vinnunni.

Það er slatti sem að ég þarf að læra um helgina og þetta verður gaman. Það verður svo fimm daga London frí í næstu viku og það er eitthvað svo kærkomið eftir að maður er búin að vera duglegur.

1/21/2004

Í dag er ég brattur sem skattur. Heyrði í Stjóna í gær og allt á fullu í Stokkhólmi, gaman að því. Verst að maður má aldrei segja frá neinu... nei nei það er bara gott að vita að það gangi vel þarna og ég sakna Svíþjóðar alltaf. Ég hef verið að horfa bæði á myndir og þætti frá Sverige og það er svo gaman að heyra sænskunna. Jæja ég blogga meira á eftir......
Það gleður mig að sjá Hjördísi með bjór og sígó, gerir Kófi Annan að engu. Best að fá sér kófi Annan.


1/20/2004

Það sem að ég hef ekki þolað í dag..........

Ég þoli ekki þegar að fólk telur okkur betur sett í ESB: algengustu rök þeirra eru skilyrt af því að hægt verði þá að kaupa ódýrari gúrkur... nýtt orð er því komið út úr þessu: Þetta fólk er með gúrkusýn.

Ég þoli ekki þegar að fólk segir að það eigi að lögleiða kannabis: algengustu rök þeirra eru að það sé hættu minna en áfengi: "hefur einhver séð mann undir áhrifum kannabis berja fólk" þetta segja þeir alltaf. Sá einhvern blaðra um þetta í sjónvarpinu og hann hefur sennilega alist upp í pípu, þar af leiðandi er hann pípubarn. Nei svo er verið að segja að með lögleiðingu þá sé hægt að fylgjast betur með þessu og fólk sé því ekki að fá drasl efni. Ég spyr, hvernig á þetta að vera í framkvæmd. Á að selja þetta í ríkinu, hver ætlar að gefa þessu gæðastimpil. Já ég starfa hjá gæðaeftirliti kannabisdeildar ríkisins. Djöfulsins bull.

Það sem að er gott við þennan dag er veðrið og minnkandi snjómagn. Ég stefni á fótbolta í kvöld og það verður spennandi. Annars er ekkert meira um þetta að segja en að ég var glaður að sjá að vændislögin í Svíþjóð eru að virka samkvæmt félagsfræðingi þar sem að gerði rannsókn á þessu. Ég hef verið hlynntur þessum lögum og vonað að þau myndu koma til með að virka. Sumir hafa sagt að þetta sé af hinu verra því að vændið mundi fara í felur og ekki hægt að fylgjast með því, þetta eru sömu rök og kannabissararnir hafa. Ég ætla að vera kannadissari...........

1/19/2004

Helgin í hnotskurn.

Helgin hófst á Idol partí hjá Árna og Kötlu. Kjúklingabringur dauðans, djöfull voru þær góðar. Reyndar byrjaði helgin á því að ég hringdi í Frikka BCN. Hann er búin að vera að þrífa í viku vegna rafmagnsframkvæmda og var sáttur heima með músinni. Við töluðum um tónlistina og skiptumst á skoðunum um plötuna hans sem að er vonandi á leiðininni í plötuverslanir nálægt þér. Það var rosalegt stuð þegar að ég var að taka upp fyrir hann í Thule á sínum tíma. En ég hef verið að hlusta á diskinn og er hreinlega mjög sáttur við hann. Ég væri alveg til í að taka einn mánuð í Barcelona eins og forðum en ég las það í gestaþætti hávamála að maður ætti ekki að vera gestkomandi lengur en 4 daga á sama stað. Það var að vísu skrifað fyrir tíma flugáætlana og svoleiðis, kannski þarf eitthvað að endurskoða það.
Jæja, þetta er það síðasta sem að ég skrifa um Idol. Við horfðum á þetta og það var OK, reyndar hafði ég áhyggjur af því að það voru að myndast margra metra skaflar úti og ég átti eftir að koma okkur heim. Það gekk fínt og við sofnuðum hreint ágætlega. Laugardagurinn fór í að kíkja í bæinn og við löbbuðum á laugarveginum í -248 gráðum og okkur varð ekki meint af. Hjördís keypti tvo diska og við fórum svo að versla í matinn og svoleiðis. Um kvöldið var horft á DVD og sáum við 25th Hour.
Þetta var mjög fín mynd og leikararnir fóru vel með sitt, nenni ekki að fara nánar í það. Sunnudagurinn rann upp og við áttum mjög fínan dag og kíktum í listasafn Reykjavíkur á sýninguna hanns Ólafs. Nenni ekki að hafa skoðun á því heldur. Jæja þetta var obbinn af því sem að gerðist en aðalatriðið er það að ég hafði það mjög gott.

1/16/2004

Það stefnir í skítaveður í kvöld og á morgun.....er að verða þreyttur á klakanum. Hef verið að spá í því af hverju ég fíla ekki að það komi mikill snjór. Ég ólst upp í snjóskafli norður á landi þannig að ég skil þetta ekki. Kannski hef ég overdósað á þessum snjó eins og þegar að Steinríkur datt í orkupottinn.
Dyravörður skotinn í Stokkhólmi í nótt, ekki nógu gott en kemur mér ekkert á óvart fremur en það kæmi mér ekki á óvart ef að það mundi gerast hér, tímaspursmál.

Best að vera jákvæður, Idol í kvöld. Ég væri frekar til í að fara á concert með Billy Idol---ekki......
Ég kemst ekki sjálfur á bloggið mitt, fucked up.

1/15/2004

Ég er alveg ósáttur við að sjá ekki Shout out hjá neinum. Það er tínt.

Einu sinni tókst mér að plata félaga mína til að leigja tvær leiðinlegustu myndir sem að ég hef séð í einu. Baldur og Konni leigðu myndirnar Motorama og Car 54 where are you.......snilld....Hvor var annars brúðan, Baldur eða Konni, get ekki munað það..

1/13/2004

Todays forecast- tornado from hell.......

Ég hef bara ekkert náð að blogga núna. Ég er að setja mig í stellingar fyrir skólann og svona yfir höfuð. Fyndið að fara í skólann aftur í gær, það var eitthvað svo troðið í öllum tímum en það er oft þannig til að byrja með, svo þegar að líður á önnina þá fækkar í tímunum. Einn kennarinn sagði við okkur þegar að hann sá hversu margir voru mættir," æji afhverju er þið öll að velja þennan áfanga núna". Þetta er snillingur. Það sem að hrellir mig mest í sambandi við þessa önn er ritgerð um ljóðabók sem á að vera 8 blaðsíður. Ég fæ enga samúð frá Hjördísi sem að gerði 60x lengri smíð í Svíþjóð síðasta vetur en það er nú á allt öðru plani. Þetta verður samt örugglega gaman.
Ég og Hjördís fórum á myndina In the cut á sunnudaginn. Þetta er virkilega góð mynd á allan hátt. Ég var búin að heyra talað um hana í útvarpinu og þar var sagt að hún væri full af skilaboðum og táknum. Þetta er alveg rétt og virkilega gaman að spá í þessu.
Ég er annars eitthvað tómur núna, sennilega vegna þess að ég er hræddur um að fjúka til annars land þegar að ég fer út. Það er ekkert eðlilega hvasst úti.
Friðgeir var að tala um spil sem að hann ætlar að búa til og það var fyndið. Ég sá þátt í Stockholmi þar sem að fylgst var með pari sem að var alltaf að fara inn á grænu almenningsklósettin til að sprauta sig. Það sagði manni það að láta þessi klósett vera. Svo var ég að horfa á þátt í íslenska sjónvarpinu og þar var einn að sprauta sig með morfíni á klósetti í kringlunni. Það segir mér einnig að láta þau í friði.

1/09/2004

Helgin framundan...

Ég er að hugsa um að fara í sund á eftir og mig hlakkar til. Einu sinni gat ég ekki hugsað hálfa hugsun á þessum tíma vegna þess að það þurfti allt að vera í gangi. Núna nægir mér einfaldlega að vita af sundlauginni og einhverjum stað til að fá mér að borða á. Ég keypti nýja diskinn hans Barða Banggangara í gær og þetta virðist vera þrusudiskur hjá honum. Ég reyndar fríkaði út þegar að hann hrækti á gólfið í viðtali í 70mínútum en ég ætti nú ekki að segja mikið því að ég var að horfa á 70 mínútur......Hann virðist alveg vita hvað hann er að gera og ég met hann fyrir góða tónlist en ekki hvað hann gerir í viðtölum.
Ég og Hjördís erum búin að ákveða að fara til London í nokkra daga seinna í þessum mánuði og mig hlakkar til þess. Ég hef einhverja óstjórnlega þörf fyrir að ferðast aðeins núna. Jæja best að starta pelanum og ná í sundskýluna. Kannski að maður ætti að dýfa sér í hafið, það er búið að vera svo mikið vor í loftinu í dag....

1/08/2004

Snillingur í heimsókn..

Kristján Már kom í heimsókn í gær, mikil snilld. Hann spilaði með mér á gítar í Útópíu. Hann hefur verið að læra í Bretalandi í nokkurn tíma og er mjög ánægður þar. Það er eins og ég seg að það sé skilda að folk prófi sig með því að búa erlendis um tíma. Maður hefur bara svo gott af því. Hann er að læra eitthvað í sambandi við upptökur og fleira. Kristján tók með sér DAT spólur með Hún Andar og ætlar að setja þetta á CD fyrir mig. Hann er semsagt að fara í flug með mjög dýmætar DAT spólur og ég ætla að vona að hann sé stressaður. Við vorum að tala hversu mikið við hefðum nú verið að hljómsveitast í gegnum tíðina og það er alveg ótrúlegur tími sem hefur farið í þetta. Verst að þetta kemst ekki á CV því þá væri maður ekkert smá duglegur. Þeir sem að hafa verið að dunda í hljómsveitum vita hvað þetta er ótrúlega tímafrekt hobby…samt virðist maður ekki geta hætt þessu. Það er bara svo gaman að dunda í þessu.

Trúhornið, trúðhornið.

Ég hef verið að spá í að mér finnst fáránlegt að það sé ekki búið að skilja að ríki og kirkju. Ég veit ekki af hverju ég er að spá í þessu núna en mér finnst þetta bara vera tímaskekkja. Það á auðvitað að gera öllum trúfélögum jafnt undir höfði(með því að láta þau sjá um sig sjálf). Ég er að vísu á móti öllum öfgum í trúmálum en það er ekki afsökun að 86% af landsmönnum sé skráð í þjóðkirkjunna. Ég held bara að í samfélagi sem að er að verða flóknara og stærra þá sé þetta eitt af því málum sem að þurfi að skoða. Svo þoli ég ekki vita af einhverjum á spenanum. Það á ekki að skipta máli hver er að básúna um trúmál í fjölmiðlum þ.e að ekki skipti máli hvort að það sé ég eða biskupinn. (ætlaði að skrifa biskupinn OKKAR).. jæja varð að koma þessu frá mér frekar en að skrifa ekki neitt..
Þórgunnur lætur mig heyra það...

Þetta var svo annsi gott hjá Óggu að ég varð að færa þetta upp. Eykur líkur á að maður láti sígó róa. Hvernig verður þá að fá sér Kofi annan ef að það er engin sígó....

Magnús, hættu bara að reykja maður.
Áróður:
Þið gætuð farið 2-3 á ári til borgarinnar miklu fyrir féð sem þið eyðið í rettur!!!
Heilsan verður betri.
Húðin mun geisla.
Tennur verða hvítari.
Hvítan í augunum verður hvítari.
Lungun hrein.
Bifhár í lungum og berkjum hætta að vera lömuð.
Líkur á krabbameini minnka.
Líkaminn verður flinkari að taka upp A-vítamín úr fæðu.
Bragðskyn eykst (súkkulaði verður enn betra).
Lyktarskyn eykst (stundum kannski verra).
Lífið lengist.
Lífsgæðin verða meiri og endast miklu lengur.
Síðast en ekki síst: Þig hættir að langa svona svakalega í rettu - Þó að þig langi mikið í retta á meðan þú ert að hætta þá langar þig hvort eð er stöðugt í rettu núna, ekki satt?


Shout out: Ógga

1/07/2004

Vinnustaður fauk í loft upp.
Það er ekki eðlilega hvasst í Reykjavík. Spurning um mannlegan flugdreka. Ég var að lesa bloggið hans Frikkx og hann var að telja upp hluti sem að hann vildi stefna að á árinu. Þetta er sniðugt, ég hef ekki gefið mér tíma til að hugsa heila hugsun núna. Búin að vera að gera svo mikið. Þegar að sígóið hækkar næst þá stefni ég að því að hætta. Mér skilst að það eigi að hækka gífurlega mikið. Einu sinni sagði ég að ég myndi hætta þegar að pakkinn færi yfir 500 spírur og það hefur hann gert nú.
Ég væri til í að fara á skriðsundsnámskeið og læra það almennilega svo að selurinn stingi mig ekki af í sjósundinu í vor. Ég fer alltaf að synda bringu þegar í hafið er komið.
Skólinn byrjar annað kvöld og ég er nett spenntur. Hvernig getur maður verið spenntur fyrir að sökkva sér á kaf, sennilega einhver geðveiki....

Drekinn

1/06/2004

Frikkx setti inn þessi hugmynd af einni örmynd í shout out, ekki annað hægt en að taka hana framfyrir.

4 sec barn fætt
2 sec vondir foreldrar , gód afi og amma
4 sec fer í gegnum skóla
6 sec verður ástfangin/n,
3 sec heldur framhjá.
3 sec eignast fyrsta barn med konunni/manni sem hann/hún hefur ekki áhuga á.
5 sec fjölskylda drepinn af vonda manninum
5 sec Gud talar vid aðal persónu.
7 sec hefnd.
8 sec random kynlíf
2 sec klósetferd
7 sec hæg mynd med tónlist.
rest upp í 54 min setar inn myndir af einhverju
6 sec aðalsögupersóna deyr

Ég held að 8 sec í random kynlíf sé aðeins of langt og vill lengja klósettferðina í staðinn.

1/04/2004

Þessi helgi getur ekki verið búin..
Ég er búin að vera alveg hreint ótrúlega duglegur og nenni ekki apð fara að sofa. Það er alveg á hreinu að ef að ég sofna þá er það næsta sem að gerist að ég er að hlaupa út í bíl á leið til vinnu ef ekki verður búið að stela honum. þetta er eins og í Freddie Kruger myndunum sem að það var ekki gott að sofna. Kannski ég ætti að halda mér vakandi til að sleppa við vinnuna. Á morgun snýst dagurinn um vinnu, skrá sig í skóla, mála, reyna að fá rúðu í bílinn og svo sennilega eitthvað meira, jú skila einni gjöf. Ohhh þoli ekki að hafa ekkert fyrir stafni, dagarnir ætla aldrei að taka enda.
Ég stefni á að fara að framleiða örmyndir. Myndir sem að eru 60 sekúndur en innihalda allt sem að vebjulegar myndir hafa. Ég er að verða geðveikur vegna lélegra bíómynda í varpinu, hvert einasta kvöld er einhver lágkúra sem að maður horfir á, svo verður maður fúll við sjálfan sig á eftir. Það liggur við að auglýsingar séu að verða áhugaverðasta efnið í varpinu. Landslag varpsins hefur breyst með fleiri stöðvum en það eykst bara krappið sem að maður innbyrðir. Væri ekki best að fara aftur í eina stöð sem að sýnir ekki á fimtudögum og lokar í mánuð á sumrin. Þá myndi maður kannski fara að gera eitthvað sniðugt við tímann því að varpið er orðið eins og Soma. Hið fullkomna eiturlyf sem að fólk notar til að komast frá gráum hversdagsleikanum. Ef að þetta er rugl í mér þá er ég bara ruglaður.....betra en að vera afruglaður...

1/02/2004

Skrýtinn dagur..
Það er búið að vera annsi gott að slaka á. Höfum verið í matarboðum með toppeinstaklingum og manni líður eins og prins (ekki sígarrettu því að ég er búin að reykja annsi lítið). Selurinn og frú elduðu læri í gær og það var great.
Hvað um það.......Það verður að mála svefnherbergið og skipta út list. Ég hef verið að dunda við að setja upp einhverja síðu en það tekur ótrúlegan tíma þó að þetta sé allt tilbúið og matreitt fyrir mann. Hérna er linkur á þetta og mig langar til að gera grein fyrir böndum sem að ég hef spilað í. Það er semsagt 90% eftir að setja inn. Það er samt gaman að dunda við þetta og ég þarf að komast í scanner svo að það verði eitthvað vit í þessu. Ég á helling af myndum frá gamalli tíð þannig að ég á von á því að einhverjir muni kvarta yfir myndunum. Sé fyrir mér að skella gamalli mynd af Frikkx þarna inn. Hann verður afar sáttur.

Ég er djöfulli sáttur í dag.