10/31/2003

Það er alveg augljóst að það er ekkert nema gott að fara í sund. Ég er búin að hreinsa af mér tugi vinnutíma og mikið af skólanum. Það verður samt eitthvað að vera eftir af skólanum vegna þess að ég er að fara í eitt próf á mánudaginn.Hjördís og Halla systir hennar eru að horfa á DVD og ég er að skrifa, það er sniðugt. Það þurfa ekki allir að vera að gera það sama. Það sem að einkennir þessa stund er það hversu gott er að slaka á heima hjá sér. Sitja í hlýunni og spá í því hvenær maður hafi tíma til að mála næst. Nei ég á ekki að vera að spá í því. Þegar að við leigðum í Stokhólmi þá spáði maður aldrei í því að mála eða hvort að maður þyrfti að fara út að slá blettinn. Einfaldlega vegna þess að við leigðum bara í nokkra mánuði og við vorum á áttundu hæð í fjölbýlishúsi þar sem að comunan sá um að slá. Er ég klikkaður eða þarf maður alltaf að vera að mála. Ég er ekki einu sinni málari. Það hefur enginn sest inn í stofu og sagt ,, þyrfti nú ekki að fara að mála hérna".. Gæti verið að Íslendingar hafi verið skilyrtir til þess að vera alltaf að mála. Erum við partur af einhverju stærra plotti. Það er alltaf verið að auglýsa málningu. klikkaði drengurinn man núna að hann á eftir að taka út úr þvottavélinni sem að hann setti í áður en hann fór í sund. Kannksi er þvotturinn í sundi.
Heyrði í Stjóna í dag og hann var hress. Rigning og rok í útlöndum en hann chillaði yfir eldamennsku og sá fram á rólegt kvöld í faðmi sinnar fjölskyldu. Kannski að það sé mögulegt að spila kana við þau í gegnum netið..jæja það er komið að kofi annan og þvottahúsinu á eftir. Þegar að ég mála þvottahúsið ætla ég að innstala kaffivél þar.
Hafið góða helgi og gangið varlega um gleðinnar dyr..... það eru ekki allir sem að mega það.
Jói Frændi á Afmæli í dag og hann er 29.....til hamingju............
Helgin framundan og hún mun hefjast í sundi. Veit fátt betra en að krassa í gufubað og láta vikuna renna niður í svelginn. Eitt það besta ráð sem að ég hef svo að maður verði ekki úttaugaður einstaklingur á barmi taugaáfalls. Talaði við Árna snilling og hann ætlar að gera slíkt hið sama. Þá fæ ég sennilega að heyra einhverjar skemmtilegar sögur. Árni er með annsi skemmtileg viðhorf til lífsins og er ekkert að skafa af því. Bara segir það sem að honum finnst.. það er snilld...Hjördís er að fara í kokteil-bar-skemmti eitthvað, það er alltaf eitthvað um að vera seinni partinn á föstudögum í fyrirtækjum hér í bæ. Ekki það að ég er ánægður með að fólk hafi gaman að því því að hittast fyrir utan vinnu þó að ég nenni því ekki. Frikki í BCN sagði mér hvað væri í gangi í tónlistinni og hann þykist þurfa að vera að vinna eitthvað núna. Hlusta ekki á þetta rugl..
Frikki snillingur í BCN er búin að setja kommentakerfi á hjá mér. Misnotkun á því varðar við lög hehe...Ég var að vísu smá tíma að fatta það og Frikki er örugglega að reyna að ná endanum eftir að ég sendi honum meil áðan.
Er annars djöfulli upptekinn núna.... skil þetta ekki. Mér dettur í hug klikkaðasta skammaryrði sem hefur verið hrópað á mig. Ég var einhverju sinni að rífast við konu með hund, ég var reyndar ungur þá en hún öskraði á mig " Góði besti, flautaðu fyrir horn".... Ég hef aldrei náð mér eftir þetta...

10/30/2003

Djöfull er ég hress í dag. Setti upp trommusettið í gær með Frikka Gulli og barði sem sjúkur maður. Hef ekki barið sem sjúkur maður í eitt ár. Djöfull var ég ryðgaður. Stefni á að verða kominn í spilaform fljótlega. Þetta er nú bara eins og að læra að hjóla, maður kann þetta allt. En fyrir ykkur sem að eigið ekki trommusett þá er þetta fyrir ykkur. Virtual sett og þið getið gleymt ykkur í nokkra tíma. Það er fljúgandi hálka í Reykjavík og ég varð að gerast neytandi á nagladekk í gær. Langar að vera neitandi og neita því að það sé kominn vetur. Hvar er lestarkerfið sem að einhver lofaði, hvernig væri það að taka grænu línunna í vinnunna, rauð línunna í skólann o.s.f.v..... bara sakna þess að geta slappað af í lestinni á morgnana. Það er ekkert gaman að taka strætó í Reykjavík vegna þess að bílstjórarnir eru að reyna að fara aftur í tímann með hraðaakstri. Ég hef þurft að halda mér í til að hendast ekki út. Annars hef ég verið á pelanum eftir að konan fékk ljón til að aka á. Þess vegna hef ég ekki tekið strætó í nokkrar vikur. Well drum away.....snabt, enkelt och billigt...........

Og Annan eyðir tímanum í að spá í reykingar. Hvert er allt að fara?

10/28/2003

"The multi-billion dollar sportswear company Nike admitted yesterday that it "blew it" by employing children in Third World countries but added that ending the practice might be difficult."

Ég er búin að vera svo upptekinn að ég hef ekki haft tíma til að skrifa. Vill verða minntur á að kaupa ekki neitt frá NIKE.

10/24/2003

Nýjasta plata Cardigans "Long gone before daylight" er þvílík snilld að Ég kemst ekki yfir það. Þau hafa aldeilis haft gott að því að vera í­ Bandaríkjunum um tí­ma til að fá þessi snilldar kántrý áhrif. Textarnir hjá Ninu eru einnig mjög góðir. hérna eru nokkrar myndir frá tónleikum sem að ég fór á í­ Stokkhólmi en ég varð fyrir pí­nu vonbrigðum með sándið á Cardigans þarna. Það var eins og að það væri einhver hetta yfir þeim, en tónlistin var góð. Þarna voru einnig Placebo og Zwan. Það má náttúrulega ekki gleyma því að Cardigans gerði sér eitt sinn ferð til Akureyrar til að spila í 1929. Þau verða alltaf ofarlega á mínum lista fyrir það..

10/23/2003

Ég hef verið að spá í því að sum lög hafa alveg sérstaka stemningu. Ekki nýjar fréttir en ef að ég nefni t.d "How soon is now" með The Smiths þá hefur það lag alveg allt annan fíling heldur en flest lög með þeirri hljómsveit. Hvað ætli hafi orðið til þess að það hafi náðst þessi stemning þar. Heyrði að það hefði verið notuð rauð ljósapera til að lýsa upp stúdíóið þegar að lagið var tekið upp. Ekki hefur nú bara rauð ljósapera klárað þetta en.......Annað lag sem að mér dettur í hug er "Pictures of you" með The Cure, þar er líka svona séstakt í gangi. Hvað meira, jú Stone Roses lagið "I Wanna Be Adored" er líka alveg sér á báti... maður getur ekki fengið leið á því að heyra það. Æi þetta segir bara hvað ég hef verið að fíla en ég vill meina að það sé samt eitthvað meira séstakt við þessi lög heldur en venjulega.... man örugglega eftir fleiri lögum innan skamms fyrst að ég opnaði fyrir þessa gátt.

10/22/2003

Er að fara að hugsa upphátt........

10/21/2003

Í framhaldi af ellinni þá sá ég þetta. Svo bara verður þetta að fljóta með hérna:
Suppose we all lived to 150. Would we just be prolonging the misery of unhealthy old age?
I think it would be fabulous to live to 150. Remember, if you're like these worms, at 150 you would be just the same as a normal 75-year-old. Of course you want to be in good health - providing you are in good health and you love life, you want to live longer. These long-lived worms stay young longer. That's the thing that's so hard for people to grasp: it's not just being healthy longer. It's being young longer. The worms have told us it's possible......
Núna skal ég hætta þessari pælingu, ég held samt að allt sé að geggjast í heimi vísindanna...

Var að lesa frétt á mbl.is sem er unnin upp úr fréttabréfi Kirkjugarða Reykjavíkur. Það sem að ég fór að hugsa var það hvort að maður ætti að fara í jarðarfararbransann. Ég er ekki undir áhrifum frá sjónvarpinu en statistic um aukningu látinna er þokkaleg. Það verður meiri en helmings aukning í þessum buisness árið 2045. Það er orðalag í þessari frétt sem stakk mig aðeins. Í fréttinni segir orðrétt: "Við sífellt hækkandi meðalaldur hefur öldruðum fjölgað hlutfallslega mjög mikið á síðustu áratugum og hefur orðið mikil "uppsöfnun" í elstu aldurshópunum," Uppsöfnun er náttúrulega staðreynd, þetta er samt meira eins og að segja að fólk sé bara að hrúgast upp. Það verður kannski talað um ellifjallið í framtíðinni. Ég verð partur af ellifjallinu eftir 40 ár. Ég verð hluti af vandræðahópi sem að samfélagið vill ekkert hafa með. Um þetta leyti verður búið að koma því fyrir að maður má ekki fara yfir landsmeðalaldur, það verður sennilega skynjari sem að segir: þú færð ekki meiri tíma, komdu þér fyrir svo að þú slasir engann þegar að við slökkvum á þér.

10/20/2003

Jæja, tillaga að kvöldmati, bæjarins bestu og heim að skokka.
Búin að heimsækja Akureyri en kominn til byggða aftur. Þessi heimsókn var over all mjög fín. Náði að slaka á og hitta fólk sem að ég hef ekki séð lengi. Fór á listasafnið og sá þar meðal annars myndir úr sýningunni abbast upp á Akureyri . Þetta eru snilldar myndir af Akureyri þar sem búið er að breyta umhverfinu og setja inn hús og fólk sem að koma úr öðrum myndum frá öðrum stöðum. Þetta var fín ferð í alla staði.
Fór í Borgarbíó á laugardagskvöldið, þangað hef ég ekki komið í nokkur ár. Áður fyrr fór ég allavega einu sinni í viku. Ég fór að sjá Kill Bill og var rosalega sáttur. Þetta er sennilega blóðugasta mynd sem að ég hef séð en hún er bara ótrúlega vel gerð og flott framsett á allan hátt. Mæli með henni.
Vikan framundan verður þokkalega strembin þar sem að ég hreinlega nennti ekki að læra um helgina. Ég lifi það af en svona er þetta bara.

10/16/2003

Snilld, ég hitti Kristjón áðan og við fengum okkur sígó eins og venjulega og töluðum um Svía. Hann er í einhverri fundar geðveiki hér á Íslandi í nokkra daga. Verst er að ég skuli vera að fara til Akureyrar í kvöld. Ég hefði verið til í að gefa mér aðeins meiri tíma með honum en hann kemur aftur í næstu viku þannig að þá góma ég hann.
Já annars er ég að fara til Akureyrar fram á sunnudag til að fara í afmæli, hitta fjöl og vini. Einnig verður aðeins slakað á og andað að sér góða loftinu. Það eru nokkrir hlutir sem að eru nauðsynlegir þegar að maður fer norður.
Fara og fá sér einn bautaborgara.
Fara í sundlauginna sem að er snilld.
Fá sér kaffibolla á Karólínu og hitta þar snillinga eins og Laxinn og fleiri húsgögn.
Fara út í sveit og skoða hvað er að gerast.
Jói frændi er ómissandi þáttur af Akureyrarferð, þá fær maður að heyra hvað er raunverulega að gerast.
Þetta er svona brot af því sem að maður þarf að komast yfir.
Jú, ein samloka með skinku, osti og frönskum á milli í Tryggvabraut verður að vera á listanum.
Annars hlakkar mig til að keyra þetta og spjalla við Hjördísi því að það er búið að vera svo mikið að gera að það gefst aldrei tími til að spjalla,,,,,
Góðan daginn.

10/15/2003

Kína sendir eitthvað grey út í geiminn. Af hverju eru menn í þessum sandkassaleik. Það er eitthvað kappsmál að geta komið einstaklingum eins hátt upp í loftið og mögulegt er, furðulegur leikur. Mikið kappsmál að vera númer þrjú í röðinni. Hvað ætli það kosti að henda mönnum svona hátt upp í loft. Ríki eru ekki ríki fyrr en að þau hafa komist visst hátt upp í loftið. Er ekki nóg að senda fólk í stangastökk og svoleiðis.
Bíð eftir að Frakkar og Þjóðverjar fara að væla um að þeir vilji komast hátt upp í loftið eins og hinir, þeir ættu allavega vega að hafa aðgang að ódýrum vísindamönnum núna..........í dag ætla ég að hata geimferðir. Sé til með framhaldið..
Þetta er alveg stórsniðugt fyrir fólk með alvarlega skapgerðarbresti. Síminn mun bara ekki hringja neitt.

10/14/2003

Vísindamönnum í Kína tókst næstum því að búa búa til barn sem átti þrjá foreldra. Nei veriði nú alveg róleg. Get ekki samþykkt þetta núna. Erum við ekki að fara yfir strikið hérna, með fullri virðingu fyrir öllum vísindamönnum.
Hef verið að spá í nýju plötu Placebo. Það er kominn einhver special útgáfa af henni þar sem að þeir eru að taka lög sem að þeir hafa gaman af sjálfir. Það var einhver að hakka þetta í sig í nýjasta hefti undirtóna. Ég var strax pirraður yfir þessu án þess að hafa nokkuð til málanna að leggja fyrst að ég hef ekki heyrt þessi aukalög. Sá placebo spila í sumar og þetta er allveg brilliant band á tónleikum. Verð að komast yfir þessa aukaútgáfu sem fyrst til að geta dæmt um þetta...

10/13/2003

Happy Mondays.. Helgin búin og hvað gerðist. Jú Frikki Barcelona hringdi í mig og bað mig um að tromma fyrir sig. Auðvitað tók ég það að mér. Frikki sagði mér einnig frá hvíta apanum sem er að deyja í Barcelona, Ég vill nú ekki hafa þá sögu eftir.
Ég hef nú ekkert trommað núna í meira en ár . Trommusettið bara rykfellur á gullsmíðaverkstæðinu hans Frikka Flosa. Það bara gengur ekki að láta þetta rykfalla svona. Trommusettið er búið að fylgja mér lengi og maður verðu að dusta það aðeins til. Stundum þegar að ég er að fá mér sígó í frímínútum í MH þá verður mér litið í norðurkjallarann í MH. Þar voru einir skemmtilegustu tónleikar sem að ég hef spilað á. Við í Hún Andar spiluðum þar með nokkrum snillingum. Ég man að sonur Megasar spilaði þarna á kassagítar og mig minnir að Bibbi Curver hafi sprengt uppstoppaðan lunda á sviðinu. Því næst spiluðum við og svo enduðu Ham kvöldið. Þarna voru tæplega 400 manns sem að mættu. Ég get ekki munað betur en að Friðgeir hafi leyft okkur að gista hjá sér í þessari ferð okkur yfir heiðar.
Sjósundið á föstudaginn gekk vel þó svo að við höfum ekki verið mjög lengi í þetta skiptið. Sjórinn hefur kólnað mikið síðan að við fórum síðast. Selurinn var að sjálfsögðu fyrstur að dýfa sér en hann er mjög mikill sundmaður. Það var síðan dýft sér í vestubæjarlaugina á eftir, þar var ég fystur að dýfa mér….
Mestur tími fór í ritgerð sem að ég var að skrifa þessa helgi. Djöfull er samt gott að vera búin að því. Ég og Hjördís tókum svo íbúðina í þrif eins og vant er... alltaf gott að klára það af....

10/10/2003

Ásgrímur snillingur hringdi áðan og sagði að það væri upplagt að fara í sjósund í dag. Það er ekki annað hægt sökum veðurs, ölduhæðin hefur verið svo svakaleg síðustu daga að maður hefur vart séð Esjuna. Þetta verður sennilega með síðustu ferðunum þetta árið. Það er ekkert jafn hressandi og góðar tuttugu mínútur í sjónum við gróttu.
Ég heyrði í Gumma félaga í Osló í gær og hann hafði það gott miðað við aldur og fyrri störf. Það er allt og sjaldan sem að maður heyrir í vinum sínum erlendis nema þá helst snillingunum á Apelbergsgötu 60 í Stokkhólmi. Það er alltaf nauðsynlegt að standa upp og spjalla eitt transatlantic símtal við fyrrum yfirmann sinn yfir sígó. Það var ekki sjaldan sem að við stóðum í 20 stiga frosti og fórum yfir heimsmálin. Frikki í Barcelona er svo upptekinn með Koli að ég næ engu sambandi við hann. Annars er Frikki snillingur að dansa einhvern apadans þessa daganna. Alltaf gaman í Barcelona....
það er eitthvað skrýtið
Stafa rugl

10/09/2003

Sko, þessi dagur hefur verið gjörsamlega geðbilaður. Ég ætla að fara heim og hafa það gott með Hjördísi. Það sem að einkennir mig eftir svona vinnudag sem að slagar í fimmtán tíma er eftirfarandi:
Er orðin rangeygður af glápi á tölvuskjáinn.
Hrekk við ef að síminn hringir.
Drekk meira kaffi en venjulegur maður getur þolað. (( garga blaster ) Fifty ton mega elephant bliknar)).
Reyki fleiri sígarrettur en venjulegur maður getur þolað (( gb) ftmeb again))..
Lystarleysi.....
Þetta og margt fleira einkennir mig sem stendur....

Er að hlusta á fréttirnar og mér heyrist að Impreglio sé að kaupa ullarsokkafjallið sem að hefur hlaðist upp síðustu ár, segið svo að Ítalarnir séu alveg vonlausir. Minnir mig á Ren og Stimpi ( veit ekki með stafs. ) Þeir fundu alla týndu vinstri sokkana sem að höfðu horfið í heiminum, þokkalegt það...
Djöfull er gott að þurfa ekki að vera gáfulegur.....
Jæja, annar dagur og ég er á lífi. Verð að taka það fram að ég þyrfti að mæta til vinnu kl 0400 og það er ógeð. Það á enginn að þurfa að vakna svoma snemma. Klárt mannréttindabrot. Veit ekki hversu lengi ég verð með rænu en sennilega verður þetta skrautlegt þegar að líður á daginn.
Ég taldi nauðsynlegt að fara í sund í gær til að eiga betur með svefn. Hverjum dettur það í hug að maður sofni bara kl 20:00 svona upp ú þurru. Nei... ekki séns en ég náði að þreyta mig með lestri á bók. Þessi bók er annars svona upp og niður en ég þarf að lesa hana fyrir ensku áfangann sem að ég er í.... ásamt trilljón öðrum bókum,,,
Hvað um það!
Best að fá sér kaffi og sígó....

10/08/2003

Ég er að prufa að taka upp þetta format til að koma frá mér pælingum um allt og ekkert. Það eru svo margir að blogga til hægri og vinstri að ég er að hugsa um að halda mér á miðjunni. Þetta er að vísu afar heimskulegt.
Testing