Nú er skólinn byrjaður aftur og ég þarf að taka einn áfanga í MH og einn í fjarnámi í FÁ til að útskrifast um jólin. Þetta er að sjálfssögðu spænska sem situr eftir, þetta er svona geymdu gleðina þangað til síðast.. Þetta verður þokkalegt en það munar að þurfa ekki hugsa um vinnu fyrr en eftir áramót. Skrýtið samt að vera ekkert að vinna, maður er svo vanur því að vera alltaf vinnan, allt tengist því en svo er maður bara heima alla daga með snúllu og það er fljótt að venjast. Nú vill ég bara vera í þessu næstu árin, sjá um börnin og taka kannski einhverja kúrsa á kvöldin...
Eins og sést þá hef ég verið að taka til og mála hérna heima og sett það hérna inn þar sem fjölskyldan þekkir þessa íbúð nokkuð vel. Það hafa margir tengdir Hjördísi búið hér og verið í lengri eða skemmri tíma. Það er líka ágætt að hafa þetta hérna þar sem þetta er fín dagbók.
Dagarnir fljúga áfram og rútínan er svipuð nema hvað ég og Bríet erum kannski meira farinn að hanga úti og gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara í Hreyfiland og svoleiðis. Við ætlum á mömmumorgna í Háteigskirkju í næstu viku og þar hittum við vonandi fullt af krökkum því að það virðist vera aðalmálið hjá Bríeti núna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home