7/10/2006

Italar meistarar.. gríðaleg snilld,, Hefði maður trúað þessari geggjun. Hvað var Zidane að spá og hversu mikið vissi ég að Ítalar myndu klára þessa keppni eftir að þeir kláruðu Þjóðverja. Allt gott um það. Ég er í orlofi og er að drepast úr hamingju, það er svo gaman að dunda sér með Bríeti þó svo að mikið sé að gera í kringum þetta allt saman. Það er líka gott að geta í fyrsta skipti í mörg ár fengið að sleppa því að vera með síma sem er síhringjandi og vera nokkuð slakur yfir daginn. Ég hef verið að hugsa um það hversu mikið maður er búinn að vera að vinna þó svo að síðasta ár hafi verið fínt þar sem ég færði mig um stað og tek bara átta tímana á þetta.
Ég er búinn að rannsaka miðæinn nokkuð vel á labbinu og það hefur verið mikið líf og stemning þarna í góða veðrinu síðustu daga. Ég bjóst við að sjá mikið af fólki skríða fram úr skrifstofum í rauðvín á útikaffihúsum og fólk götunnar dansa um á túnum en þetta hefur verið bræðingur af öllum týpum sem fyrirfinnast í flórunni. Það getur oft verið ansi þröngt að komast með vagninn þegar mikið er af fólki í bænum, þetta er þó eðlilegt þar sem að mikið er af vögnunum þessa dagana. Nýji Muse diskurinn hefur verið í MP3 og verð ég að segja að hann er frábær, þvílíkir spilarar í bandinu, maður fer hjá sér hvað eftir annað. Lost að byrja ,,,, nei veðrið er fyrst,, nei hvað er verið að rugla, hann birist í tólf sekúndur og sagði rigning.. rugl. Mikið hefur verið gert grín af orkuveituauglýsingunni, tek undir það og verð að segja að B&L hefðu átt að láta Bubba auglýsa Getz.. gaman að blogga yfir auglýsingum.. það er svo langt síðan að ég hef haft litla lappann minn í fanginu, hann er yndislegur.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Here are some links that I believe will be interested

14:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Here are some links that I believe will be interested

06:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
»

08:20  

Skrifa ummæli

<< Home