6/02/2006

Jæja mættur.......Stóðst öll prófin mín þó svo að ég hafi ekki fengið nein verðlaun fyrir frammistöðu, þó er nóg að ná þessu sagði einhver. Það er ekkert búið að vera lítið að gera frá því um áramót. Ég er alhress með utanlandsferðina og gleymdi að segja að Bríet gaf mér klukkutíma sportnudd í afmælisgjöf fyrir að halda svona mikið á henni frá því að hún kom heim af spítalanum. Veit ekki hvort að hún talaði við nuddrarann en ég svitnaði þar sem þetta tók svo á. Þriggja daga helgi framundan og við ætlum að hafa það gott. Það verður krakkakaffi í Mávahlíðinni og nóg um að vera. Maður veit ekki hvernig mun viðra en gaman væri að skreppa í góðan bíltúr út úr bænum. Nú á ég eftir að vinna í mánuð og svo verður maður orðin heimavinnandi pabbi í orlofi, hrikaleg snilld. Sé fyrir mér að skreppa með Bríeti út um allt og vera duglegur að gera eitthvað með henni.
Annars er svo þykk skýjahula að ég nenni ekki að skrifa meira....þangað til næst...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home