6/11/2006

Helgin verið góð og ég kíkti í óvissuferð með vinnu á föstudagskvöld. Kom mér glettilega á óvart hversu gaman var. Það var farið í Haukaheimilið á Ásvöllum og þar var þessi líka fíni matur, skemmtiatriði og gaman. Bubbi mætti á svæðið ásamt Stuðmönnum þó svo að þau hafi ekki spilað saman. Bubbi í glettilega góðu formi og spilaði einn á gítarinn og þar var eins og að tíu manna gítarband væri falið á sviðinu, svo þéttur var hann. Ég skrifaði fyrst Suðmenn en leiðrétti það svo en kannski á það betur við bandið. Þau eru svona eins og landslið í fótbolta eingöngu skipað þjálfurum sem spiluðu á árum áður, reyndar reyna þeir að poppa þetta upp með ungum söngkonum og þarna var það húsvíkingurinn úr Írafár sem ég man ekki hvað heitir og lagfæri þetta ekki ef ég man það í næstu setningum.
Í gær skelltum við okkur í heimsókn til Önnu og Co og spjölluðum meðan að Bríet svaf stóra daglúrinn. Í dag var það svo rigningargangan mikla þar sem ég og Bríet fórum í bjartsýniskasti á Laugarveginn í von um að það myndi stytta upp. Komst svo að því að hátið hafsins hafði verið færð upp á land og við skottuðumst heim á leið, hálfur vagninn er á snúru núna. Bríet og Hjördís skelltu sér svo til Önnu og Co meðan að ég reyndi að muna hvernig að elda á kjúklingarétt sem hefur ekki verið að borðum í langan tíma. Hjördís fyllti í eyðurnar og þetta var bara fínt.
Eitt þó, getur einhver útskýrt veggjakrot sem varð á vegi mínum á leiðinni úr bænum. Á iðnaðarhúsnæði hér ekki langt frá stendur á tveimur stöðum "China Town Forever".. sorrý ég er ekki með á nótunum.....
Roger Waters .... ég ætla að fara og njóta þess að hlusta á hann spila lög Pink Floyd í geðveiku kerfi. Ég var ekki viss hvort að ég nennti en það er vitleysa að skella sér ekki því að þetta verður ekki endurtekið hérna að ég held..
Svo er bara vinnuvika og svoleiðis.. held að ég sé bara alveg að detta í frí og rosalega ánægður enda náði ég loksins að slá garðinn...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home