Er þokkalega sprækur og í smá HM fílingi, valt um í gær þegar að Portúgalar unnu Hollendinga. Þvílíkur leikur sem þetta var, hjartað í mér tók aukaslög í þessari vitleysu. Frábært að Hollendingar séu úr leik, nú þarf bara að senda Þjóðverja í sturtu og þá er ég sáttur. Annars er mitt lið Ítalía eins og venjulega og eiga þeir að fara taka á Áströlum á eftir. Ég skal aldrei trúa öðru en að þeir taki þann leik. Ítalía spilar oft þannig að þeir gera í því að gera aðdáendur sýna vitlausa af spennu... Tjái mig um þetta mál seinna.. en vonandi þarf ég ekki að fara ræða um þennan leik á öðrum nótum en að þetta hafi verið vel spilað af Ítölum og sanngjarn sigur í höfn..
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home