2/13/2006

Hvað fær karlmenn til að fara í sund án þess að fara úr sundskýlu og þífa sig almennilega. Ég er reglulega í sundi eins og margir aðrir og get orðið pirraður þegar að menn koma út úr klefanum í sundskýlu og labba undir sturtuhausinn og bleyta sig aðeins, strolla svo út í pottana óþrifnir. Það sem er svo sorglegt er að þeir virðast ekki fatta að þeir eru að baða sig í sínum eigin skít og annara sem er eins þenkjandi. Ég kvarta reglulega út af þessu og vill að eitthvað verði gert í þessu. Hvað er hægt að gera.. Kannski þarf bara að hafa einn starfsmann bara í þessu, fylgjast með hvort að menn þrífi sig… Ég bendi á að í hvert einasta skipti sem ég er að fara í sund þá sé ég allavega einn svona rugludall sem ekki þrífur sig, það er því hægt að ýminda sér hversu algengt þetta er. Ég veit að þetta er ekkert betra í kvennaklefanum þannig að tugir einstaklinga fara svona skítugir í laugarnar á hverjum degi. Ég verð að blása um þetta mál……Þegar ég var í leikfimi í gamla daga þá var bara potað í mann með priki og manni ýtt í sturtu ef maður var latur. Ef að við strákarnir vorum eitthvað erfiðir þá var sturtan bara köld, þarna lærði maður að það gengur ekki að þrífa sig ekki, veit ekki hvort að allir yrðu ánægðir ef að þetta væri notað í almenningssundi en ég væri til að sjá þetta prófað.

Helgin frábær og litlan alveg slípaður demantur. Fórum í göngutúra með hana í vagninum og svo var nýi ömmustóllinn prófaður. Klementína var ekki alveg að kaupa þenna nýja stól til að byrja með en hún á eftir að fíla hann. Var að spá í því hvers vegna ekki væri til svona stóll fyrir fullorðna, það er sennilega nokkuð þægilegt að sita í svona stól. Kannski verður til útíbú af Baby Sam, Adult Sam þar sem hægt verður að kaupa lausnir fyrir fullorðna sem standa í barnauppeldi. Fínt fyrir börnin að sjá forledrana vera nota stóra ömmustóla, rúm með háum rimlum sem hægt væri að opna með hliði því engin er til að lyfta manni yfir.

Ok hvað skeði hjá KEA á Akureyri, nýtt lógó með nýjum áherslum, mesta klúður sem ég hef séð í langan tíma, sennilega síðan að skipt var um lúkk á ópal. Maður tekur ekki gamla græna tígulinn og skiptir út fyrir merki sem verður ljótt eftir korter. Svo er sagt frá þessu á heimsíðu þeirra og þeir vita ekki hver hannaði upprunalega tígulinn, skammarlegt dæmi verð ég að segja þó svo að ég viti ekki hver hannaði þetta upphaflega. Sé ekki eftir því lengur að hafa gert starfsfólk í KEA í gamla daga gráhært með því að leika mér daglega í rúllustiganum í versluninni í Hafnarstræti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home