12/19/2005

Tásur, tásur og meiri tásur

Halló félagar..

Alltaf jafn hress

Æi farið að slaka á með myndavélina

Laumast var til að mynda þegar hún var sofnuð

Allt gengur eins og í sögu hérna hjá okkur. Klementína er að fá svo flottar gjafir að við hjónin roðnum hérna. Klementína er svo skemmtileg að maður veit stundum ekki hvernig maður á að vera. Hún er farinn að sýna allskonar takta og svipirnar hennar eru stórkostlegir. Ég er búinn að komast að því að hún er með tærnar hennar Hjördísar, bara fyndið að sjá hvernig börnin eru foreldrarnir í smækkaðri mynd. Það hefur fækkað mikið á hótelinu hennar og nú verður hún sennilega ein í herbergi í nótt. Við erum að tala mikið um það hversu gaman það verður að fá hana heim til okkar, þá er hægt að gera þetta svolítið á okkar tempói þó svo að ekkert sé verið að setja út á spítalann.



Erfitt að skrifa meðan að six feet under er í sjónvarpinu, ætla að fara að horfa...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl verið þið

Líst vel á gripinn, þó lítill sé. Það verður heldur ekki lengi, sýnist á myndum og mælingum að hún sé staðráðin í að verða stór.

Bið að heilsa ykkur öllum

15:29  
Blogger Maggir said...

Já slæmt að það sé ekki komin nettenging á norðurlandið :)

Hafið það gott yfir jólin...

14:14  

Skrifa ummæli

<< Home