12/31/2005

Áríð hefur verið viðburðaríkt svo ekki sé meira sagt, eða hvað. Það kom í ljós á fyrri parti ársins að við ættum von á nýjum einstaklingi í eininguna okkar og var það mikið gleðiefni. Á svipuðum tíma ákvað ég að taka boði um að breyta til í vinnu og skipti um stöðu á þeim leikvelli. Það sem helst var kostur við það var að vinnutíminn styttist til muna, drengurinn farinn að vinna eðlilegan vinnudag. Meðgangan gekk ekki alveg eins og best hefði verið á kosið þannig að um tíma vorum við í lausu lofti með þetta allt saman. Við fórum í sumarfrí til Svíþjóðar og Króatíu og reyndum að njóta okkar þó svo að erfitt væri að slaka á þegar ekki var vissa um að allt væri í lagi. Við fengum að heimsækja spítala mikið á árinu þar sem strangt eftirlit var með bumbubúanum og einnig lenti móðir mín á spítala í nokkrar vikur. Þetta var því skrautlegt á tímabili þar sem maður var alltaf að leita af bílastæði við spítalann. Fékk nokkuð margar hugmyndir af lausn þessa vanda meðan á þessu stóð en hef ekki fengið að koma þessum hugmyndum að ennþá.
Ákveðið var að gangsetja Hjördísi fimm vikum fyrir tímann og var það skrýtið ferli að ganga í gegnum. Það gekk þó allt vel og litla var á spítalanum í tæplega 5 vikur.
Núna er hún komin heim og við erum að reyna að finna einhverja rútinu á hluti sem við höfum í raun enga stjórn á ennþá. Við erum næstum ósofin síðan á þriðjudag og ruglum bara eitthvað hérna. Klementína vill sofa á daginn og vaka á næturna. Hún hefur verið svo rosalega vakandi síðustu nætur að ég bara skil ekki hvernig hún fer að þessu. Við erum búin að reyna nokkrar útfærslur á þessu en ekkert gengur ennþá. Hún er svo sofandi á daginn að erfitt er að gefa henna að borða. Hún brosir líkt og svefndrukkkinn togarasjómaður á leið í land, þetta er alveg ótrlúlegt, svo á nóttinni gæti hún eflaust rennt í gegnum Dalí bókina sem er á stofuborðinu og er ekki mikið minni en hún. Understanding Dalí berfore you are 5 months old,,, Hjördís sagði við mig að ég yrði sennilega að fara vinna næturvinnu upp úr þessu, kannski það. Þetta eru bara fyrstu dagarnir og við erum bara að finna okkur hérna, þetta hlýtur að lagast.
Það eru svo miklar sprengingar núna í hverfinu að dóttir mín ætti ekki erfitt með að sofa á stríðhrjáðum svæðum erlendis eftir þetta. Hún hefur þó ekki kippt sér neitt upp við þetta ennþá en spurning hvernig þetta verður í kvöld. Það er skrýtið að upplifa þessi jól og áramót með barnið nýkomið heim, við eigum ennþá efir að halda upp á jólin í einhverjum skilningi, allavega að gefa hvoru öðru jólagjöf. Rétt í þessu var dinglað og Solla systir Hjördísar lét okkur hafa mat fyrir 1300 hundruð manns, veit sannarlega ekki hvernig við eigum að klára þetta allt saman en þetta er mjög spennandi. Alltaf jafn hugulsamt fólkið í kringum mann.
Jæja fyrsta baðið hennar Klementínu heima hjá sér er að byrja og verður það sennilega sprengjuregn ef ég þekki mína rétt.
Við vonum að kvöldið verði jafn yndilegt hjá ykkur eins og það stefnir í hjá okkur....

Farið varlega í sprengjurnar, ég mun setja inn nýjar myndir bráðlega.......
mm

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár kæra fjölskylda!
Vonandi fer þetta allt að komast í betra horf hjá ykkur. Held það sé alveg eðlilegt að þetta gangi brösulega svona fyrst meðan allir eru að venjast þessu nýja fyrirkomulagi. Stúlkan er nú óskaplega friðsæl og falleg að sjá þar sem hún sefur þarna í rúminu sínu.
bestu kveðjur
Rúna

09:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár Rúna og fjölskylda. Síðasta nótt var fín, enda barnið í mun betra formi eftir að við hættum að láta hana erfiða við vitlausa pelatúttu! H&M&K

15:46  

Skrifa ummæli

<< Home