12/29/2005

Minnir töluvert á geimfara fyrir brottför

Mæðgurnar að spjalla um skiptiborðið

" Ég er að fara heim fólk...."

Alsáttar saman heima hjá sér...

Magnúsdótttir er komin heim til sín.

Það var í gær 28. desember sem litla kom í fyrsta skipti heim til sín, í fyrsta skipti sem hún fór út af spítalanum, í fyrsta skipti sem hún rúntaði um á Miklubrautinni. Já við fórum þann 27. upp á spítala þar sem við fengum að vita að það ætti að útskrifa hana. Við þurftum að hlaupa um allan bæ og redda ýmsum hlutum en þetta hafðist allt saman. Við vorum fyrstu nóttina saman í herbergi á spítalanum og það gekk ágætlega nema hvað svefninn var nánast enginn. Í gær var svo farið heim og gekk það vel, nóttin var strembin þar sem þurfti að vaka mikið og læra á þetta allt saman. Við erum núna frekar föl og úfin en þetta kemur allt saman vonandi. Nú er bara að setja sig inn í þetta allt saman og ná einhverjum rithma í þetta. Það er að vísu sú litla sem ræður ferðinni og við vitum ekki ennþá hversu taktföst hún er, þetta litla grey......

Þetta er allt yndislegt og skemmtilegt, auðvitað erum við pínu stressuð yfir þessu öllu saman,,, hver er það ekki.....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með að vera komin heim með flottasta geimfarann, þetta verður æði, miklu betra að vera heima hjá sér:) Gangi ykkur allt í haginn í svefnleysinu, þið sofið út eftir nokkur ár ,hahahaha
kveðja úr sveitinni DJ+KG+BHK

17:14  
Blogger Maggir said...

Takk fyrir, geimfarinn flottur, já við erum alveg klár í að sofa bara seinna. Hafið það gott í sveitinni... skrýtið að vera ekki þar um jólin...

18:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með dótturina.
Óskum ykkur gleðilegt ár og vona að þið hafið það fínt í framtíðini.

13:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir! Þú ert greinilega orðin fín í íslenskunni Susana! Gleðilegt nýtt ár bæði og takk fyrir öll gömlu. H&M&K

19:39  

Skrifa ummæli

<< Home