12/04/2005

Mikið fjör hjá okkur
Slakað á hjá mömmu...
Glaðvakandi hjá mömmu....
Rosalega fínar mæðgurnar.......

Yndið okkar var vigtuð áðan og hún mældist 1735g þannig að hún er búin að ná fæðingarþyngd og rúmlega það. Það er gott að vita að hún sé að þyngjast svona vel. Við höfum séð hana stækka um helgina enda erum við búin að liggja með hana til skiptist og gefa henni að borða. Þetta hefur verið gaman og frábært að geta verið með henni svona mikið. Nú er ég að fara að vinna í fyrramálið og það er súrealískt að hugsa til þess. Þetta venst og ég bruna á spítalann eftir vinnu og næ að vera með henni fram á kvöld. Hjördís er hress og ótrúlega ánægð með ungann okkar eins og gefur að skilja. Svo er þetta bara einn dagur í einu.
Ég ákvað að prófa að vera með komment opið á þessari færslu þannig að ef eitthvað er sem þið hafið að segja þá endilega skrifið.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sælir veri foreldrarnir :) Ég hangi stanslaust á þessari síðu núna. Er merkilega spennt fyrir þessu ævintýri hjá ykkur - það mætti halda að ég væri nýbökuð aðalfrænka. Þetta er frábært framtak hjá þér Maggi að setja inn svona mikið af myndum og svona ört því að það er svo gaman að fá að fylgjast með þessu. Hún er svvvvvooooo sæææææææt, gvvvuuuððð - alveg eins og Hjördís - algjör mini me ;). Fór í gær í jólagjafa leiðangur og fann mig hvað eftir annað í ungbarnadeildum að kíkja eftir einhverju sætu til að gefa Klemmu litlu. Gott að heyra hvað hún er dugleg að braggast og líka snilld að fylgjast með ofurhamingjunni hjá ykkur Hjöddu - ekki annað hægt en að smitast.
Kveðja frá Þórgunni og Frikkusi.

10:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hamingjusömu foreldrar. Verð að segja að vinnuheitið venst ótrúlega og passar litlu dúllunni vel. Sit heima að lesa undir próf og kíki á sætasta barn í heimi í hverri einustu pásu. Þetta "blogg" er frábært, finnst eins og ég þekki litlu frænku bara mjög náið. Gaman að heyra hvað hún braggast vel. Akkúrat núna finnst mér hún líkjast Sollu systir með léttri blöndu frá mömmu sinni og pabba. Bíð spennt eftir næstu myndum. Kveðja, Harpa systir.

12:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Vááá...það er svo gaman að kíkja inn á þessa síðu, ég verð alltaf extra hamingjusöm að skoða þessar yndislegu myndir. Frábært hvað Klemma litla er að braggast vel og ég hlakka svo til að komast suður og hitta ykkur.
Risaknús frá Akureyri, Linda frænka

22:04  
Blogger Maggir said...

Gaman að fá svona skemmtileg komment frá ykkur, það er svo gaman af þessu öllu saman...

23:56  

Skrifa ummæli

<< Home