12/07/2005

Litla í slökun hjá mömmu sinni.

Hérna er hún í vöggu rétt áður en við fórum heim.


Hún hefur sennilega verið að fara með eina bæn eða svo áður en við sögðum góða nótt.

Ástin litla var eitthvað önug í dag og höldum við að það hafi bara verið eitthvað í maganum á henni. Við fengum svo að heyra gott skot og skiptum svo á henni, eftir þetta var hún rosalega sátt og glöð. Litlu greyin, maður er eitthvað svo máttlaus þegar þau eru önug. Annars var dagurinn svipaður og seinustu dagar og allt gengur vel. Hjördís fór með eitthvað af fötum til Klementínu og skellti henni í fínan galla. Hún er enn svo smá að ekki er mikið af fötum sem hún passar í. Hún er samt rosalega stór í okkar augum, eiginlega risastór þessi elska.
Ég var svo mikið að flýta mér á spítalann að ég gleymdi ljósunum á Opelnum og að þeim sökum verður hann að gista á spítalanum, hann reyndar er vanur því þar sem hann var þar í rúmlega viku eftir að ákveðið var að leggja Hjördísi inn. Við erum að rútínerast aðeins í þessu nema hvað maður hefur ekki tímt að fara sofa á skikkanlegum tíma þessa daga. Af þeim sökum er maður að verða meiri kaffiþurfi í vinnu. Ég fattaði það reyndar klukkan hálf tíu í morgun að ég hafði gleymt að taka með mér kaffi þegar ég kom á skrifstofuna. Það er svaka ferðalag að komast í vinnu þar sem ég fer inn í húsið og þarf að labba upp á þriðju hæð og þaðan í gegnum húsið og aftur niður á fyrstu hæð, þetta hljómar kannski ekki mikið en ég bendi á það að ég er 14 sekúndur að keyra meðfram húsinu stafna á milli á 50 km hraða og reiknið svo. En ekki má gleyma að það er kaffihús á miðri leiðinni í gegnum húsið og þar virðist eitthvað hafa klikkað í dag.

Jæja allir hressir og nú þurfa allir að fara leggja sig, allavega bráðlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home