Ég var að setja nýtt á rúmmið hennar og datt í hug að setja inn mynd af bátnum a.k.a vatnsrúminu hennar Klemmu...


Við erum búin að fá rosaflott blóm frá fjölskyldu Hjördísar, systkynum og mökum þeirra. þetta var stór vasi með blómum og klementínum. Set inn mynd af því bráðlega. Við erum búin að vera upp á spítala í gær og í dag. Við erum að mæta um tólf leytið og fara um níu á kvöldin. Við skiptumst á að sitja með hana í dag og gefa henni að borða. Hún er himnesk litla daman. Í gær böðuðum við hana sjálf og það var frábært. Hún var svo sátt þegar að búið var að leyfa henni að vera í vatninu. Þetta hefur allt gengið vel og hún er bara rosalega dugleg, hún fer fljótlega að ná fæðingarþyngd og það verður gott að komast yfir það. Hún er að fá helling af mjólk á þriggja tíma fresti, einnig fær hún smá próteinbúst eins og ég kalla það.
Núna verð ég að fara sofa, þetta er gaman en maður er líka syfjaður. Kíkti á vinnupóstinn minn og áttaði mig á því að ég er að fara að vinna á mánudag. Hélt að ég þyrfti ekkert að gera annað en að sjá um Klementínu næsta árið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home