12/05/2005

Já það er slakað á við öll tækifæri hvort sem það er á skiptiborðinu eða í vögguLíka í fanginu á pabba...
og aftur á skiptiborðinu.. himneskt....

Dagurinn súr þar sem ég var að vinna og sá ekki engilinn fyrr en um 1800. Nei þetta er ekkert súrt, bara skrýtið........yes but no, but yes...
Hún stóð sig vel í dag og ekkert nema gott að segja um hana. Veit ekki hvað ég hef oft nefnt hversu gott er að liggja þarna með hana í fanginu. Hún sefur og sefur, sennilega búin að slá einhver met. Það er ekkert skrýtið að maður sé vakandi þegar kemur á unglingsaldurinn ef þetta er eðlilegur svefn hjá börnunum.
Hjördís er alveg rosahress og ég hló þegar ég keyrði á eftir henni heim áðan því hún ruglaðist á nýju slaufunni á Snorrabraut Miklubraut, það var víst svipaður hlátur hjá henni þegar að hún fattaði að hún fór vitlausa leið. Sem sagt tveir hlæjandi foreldrar að keyra í sitt hvora áttina á Miklubrautinni seint um kvöld, dúrúrúrú twilight zone....
Það var búið að setja fullt af jólaskrauti á vinnustaðinn minn, pínu kósí, pínu skrýtið, eru að koma jól.

2 Comments:

Blogger Maggir said...

Já það er fyndið að skoða þessa elsku, litla Hjördís :)
Hún er snillingur

16:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega til hamingju með litlu prinsessuna. Þessi síða er alveg frábær, alveg yndislegar myndir sem þið hafið verið að setja inná.
Kær kveðja,
Ásta tannsi í London

00:33  

Skrifa ummæli

<< Home