Alveg einstakt hvað litla getur sofið mikið...



Jæja Hjördís var á spítalanum í allan dag og það gekk vel með litlu, ég skaust tvisvar til að vera smá með þeim. Hún sofnaði í fanginu á mér og var þar í tæplega klukkutíma meðan að Hjördís gaf henni að drekka í sonduna. Núna erum við heima og það er verið að safna kröftum. Við erum með svona skrýtið glott á andlitinu og flissum bara af og til. Þetta er himneskt...
Það má ekki gleyma því að Klementína var færð í annað herbergi í gær og svo aftur í dag þannig að ég sá hana ekki þegar ég kom í dag, það var skrýtið. Við erum þó á góðum stað núna þar sem aðeins rólegra er. Þetta eru samt ekkert lokuð herbergi heldur má líkja þessu við stórum básum með fullt af græjum....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home