12/06/2005

Hérna er krúttið eftir baðið í dag...

Haldið í hönd foreldris.


Gleðin skín úr andliti barnssins á þessari mynd.

Klementína fór í bað í dag og var það mamma hennar sem sá um það í þetta skiptið. Það var tekið upp smá myndskeið af atburðinum þannig að Klementína getur séð þetta þegar hún verður eldri. Hún tók stór skref í dag þar sem hún er ekki lengur tengd við tækið sem mælir hjartsláttinn og súrefnismettun. Það verður að teljast gott. Nú er bara smá tæki sem segir vælir ef hún hættir að anda skyndilega. Þetta er allt að koma og vigtaði hún 1790 g í dag sem er alveg frábært. Hún er að verða búin að ná 100 grömmum yfir fæðingarþyngd og verður það sennilega á morgun. Hjördís fer til hennar klukkan 12 á daginn og ég hef verið að koma eftir vinnu, þetta gefur okkur tíma til að hugsa um elskuna eins mikið og við getum eins og staðan er. Þetta eru helstu fréttir af nýburagjörgæslu 23D - vökudeild.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home