12/11/2005

Hér er litla í fínum galla að spóka sig..

Pabbi og litla á matartíma.

Hjördís að segja frá einhverju svaka skemmtilegu.

Svo er bara sofið.

Svaka pósa fyrir alla lesendur....

Helgin hefur flogið áfram og við höfum verið hjá litlu eins og venjulega. Föstudagur var baðdagur og viktaði hún þá 1875 g, svo núna rétt áðan þá var hún orðin 1930 g þannig að það styttist í 2000 g. Það verður hátið á bæ þegar hún nær því marki. Hún er ekki með neitt tengt við sig nema sonduna og hún er farin að ná smá mjólk á brjósti þannig að þetta gengur ótrúlega vel. Nú er það eina sem heldur henni þarna það að hún þarf að læra að taka brjóst. Þetta verða bara ærfingarbúðir en við erum róleg, þetta hefur gengið svo vel að við getum ekki verið stressuð yfir því hvaða dag hún kemur heim. Við höfum skotist í að kaupa í matinn og í gær skelltum við okkur á B5 og sporðrendum borgurum, gaman að sjá hvað margir voru á Laugarveginum að versla. Við erum ekki búin að gera neitt í jóladæminu en stefnum að því að nota þennan langa opnunnartíma verslanna á næstu dögum. Nú þetta eru helstu fréttir frá fréttastofunni þessa helgina. Það bara gengur allt eins og í sögu.....maður er farinn að sjá karakter í litlu Klementínu og það er draumur.......

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábærar fréttir. Gagnslausar upplýsingar: Ef Klemma þyngist jafnt þétt u.þ.b. 100 gr. á viku verður hún um 12 kg. við 2ja ára aldur. Ef hún þyngist hlutfallslega jafnmikið af fæðingarþyngdinni og hún hefur gert hingað til þá verður hún um 362 kg. við 2ja ára aldur.
Kveðja,
Harpa systir

11:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Leiðrétting á gagnslausum upplýsingum. 6% vöxtur í 104 vikur + fæðingarþyngdin gera víst 430 kg. Nettur fílsungi þar. Sem betur fer Klemmu vegna vex mannfólkið ekki á þessum hraða vikum saman.
Kveðja til ykkar allra.
Harpa s.

18:41  
Blogger Maggir said...

Bara til að rugla útreikninginn þá er hún nú 1965 g. Nettur fílsungi þar á ferð :)..

Þið eruð snillingar....

18:59  

Skrifa ummæli

<< Home