12/17/2005


Hér er dúllan alveg búin á því, nýbúið að baða sig

Pabbi að róa elskuna litlu


Dagurinn hefur verið fínn og við skiptum deginum með litlu þannig að við gætum farið að kaupa jólagjafir. Þetta er alltaf upp á við og hún þyngist og lengist með hverjum deginum. Það er alltaf að stækka matarskammturinn og hún er að læra að taka brjóstið. Gærdagurinn var þó langur hjá Hjördísi þar sem hún var á spítalanum til að verða 12 á miðnætti. Litla dúllan var eitthvað óánægð og sennilega var það bara loft í maganum, það er ekkert gaman þegar maður kann kannski ekki að losa sig við það. Þetta var svo allt í lagi og hún sofnaði vært. í dag er hún búin að vera eins og engill og ég skildi við hana í vöggu um hálf tíu, þá var hún steinsofandi. Nú liggur hin elskan steinsofandi í sófanum og ég hamra bara á tölvuna. Ég ætla að fara að pakka inn jólgjöfum núna til að minnka aðeins á morgundeginum..

Hafið það sem allra best....

5 Comments:

Blogger Maggir said...

Efsta myndin eitthvað biluð en ég nenni ekki að laga það, tekur óratíma...

maggi

23:06  
Blogger Maggir said...

æi fallega hugsað Þórgunnur, þetta jólagjafastúss er búið og allt komið í pappír. Það er ofureinfalt að skjóta pökkunum á bíl þar sem ég er að vinna í næsta nágrenni. Við eigum bara eftir að skreyta aðeins og það verður tekið í rólegheitunum næstu daga.

Takk fyrir að bjóða fram hjálp.......

Maggi

16:39  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhhh hvað hún er dúlluleg þar sem hún hvílir höfðuðið í hendi foreldrisins. Með úfið hárið og allt. Þvílíka krúttið.
kveðja
Rúna

08:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Þusund þakkir Þórgunnur. Við þiggjum auðvitað alla hjálp og fáum kannski að njóta hennar síðar.

Annars er litla krúttið orðin 2265 og er því orðin 9 merkur. Ég hef alla trú að hún nái 10 mörkum fyrir þann dag sem hún átti að fæðast, 29. desember.

Kossar til allra,
Hjördís

11:22  
Blogger Maggir said...

Kemur á óvart þetta með fötin :)

15:04  

Skrifa ummæli

<< Home