Hjartsláttur þokkalegur pabbi...
Jæja nú er ástin rúmlega 2 kg og ekki nóg með það heldur er dóttir trommarans sögð vera háværasta barnið á deildinni. Við erum búin að skríkja af hlátri sökum þessa en spurning hvernig þetta verður þegar að við verðum vakinn á næturna hérna heima. Málið er það að gott er að hafa svona góðan kraft í svona litlum kroppi. Hún er alltaf vöknuð vel fyrir gjafir og lætur vel í sér heyra. Við skruppum í foreldraherbergið áðan til að snæða kvöldmat og þegar við komum til baka sat dúllan í fangi kanínunnar sem hún fékk að gjöf frá saumó. Þá hafði hún ekki verið ánægð þegar hún sofnaði í fanginu okkar og svo næst þegar hún opnaði augun þá vorum við gufuð upp, þá hefur hjúkkan ákveðið að láta kanínuna passa dömuna á meðan foreldrarnir hámuðu í sig næringuna. Hún er svolítil snuddustelpa og þokkalega ákveðin ung dama. Þetta er allt rosa gaman en það stingur alltaf þegar að greyið er að gráta, það hlýtur að vera eðlilegt. Heimkomu er ekki verið að ræða en það kemur allt í ljós. Það hefur verið fyndið að sjá alla umfjöllun um vökudeildina í sjónvarpinu þar sem þetta er okkar annað heimili. Það sem má teljast öruggt að þetta er besta hótelið sem Klementína getur verið á meðan hún er að ná öllu sem þarf að lærast. Þessi barnaspítali er algjörlega til fyrirmyndar..............
2 Comments:
vá hvað gaman er að sjá hversu vel gengur með snúlluna, lítur vel út og mér heyrist að þið eigið eftir að hafa í nógu að snúast með svona hávaðasegg, kannast sjálf við það að þurfa að hlaupa út úr Hagkaup v/barnaöskurs:) hahah. Langar samt að vita hvernig mömmunni líður? Það skiptir líka miklu máli:) en gangi ykkur allt í haginn, sjáumst um leið og hægt er
kveðja úr sveitinni DJ+KG+BHK
Jæja, þá er þessi próftörn búin og hægt að snúa sér að jólunum. Er ekki Klemma litla komin með óskalista eins og flest börn? Bleikt snuð í hádeginu og fjólublátt á kvöldin.....Hvað er prinsessan orðin löng, eða há í lofti?
Kveðja til ykkar allra,
Harpa systir
Skrifa ummæli
<< Home