Hverjum líkist ég eiginlega
Sæta snúllan fyrir svefninn í nótt
Helstu fréttir frá hótel voku eru þær að Klementína er 48,5 cm og 2450 grömm, hún er orðin lengri en pabbi sinn var þegar að hann kom í heiminn fyrir rúmlega þrjátíu árum og hún á enn 6 daga inni fram aö þeim degi sem hún hefði átt að fæðast á. Það gengur allt samkvæmt áætlun við fengum að vita að hún kemur sennilega heim strax eftir áramót, Ég segi áætlun eins og í vinnunni þar sem þetta getur tekið breytingum, segjum ETA Hlíðar fljótlega eftir áramót.
Það var enginn smá gestur sem heimsótti Klementínu í dag, jú eins og hjúkrunarkonan sagði þá kom UNGFRÚ HEIMUR til að tékka á samkeppninni, hún lét taka myndir af sér með Klementínu og allt. Einnig áritaði hún plakat handa henni og gaf henni engil. Ég er ekki að plata......
Fórum í fjölskylduboð til Önnu Karenar og Vidda áðan og hittum fullt af fólki, við förum svo í jólamat til Sollu og Gæja á morgun. Klementína er búin að fá fullt af pökkum og bleikan kínverskan þjóðbúning og skó með ýlu í hælnum. Það er gott að það sé ýla í hælnum því þá getum við heyrt þegar hún er að lenda eftir flug í gallanum flotta. Það kom kökusending frá Höllu systir Hjördísar sem eiga eftir að koma sér vel. Í dag versluðum við allt sem þarf fyrir næstu daga. Þetta áttu að vera fyrstu jólin okkar í hlíðunum en þetta verðuir eitthvað skrýtið þar sem við erum að flakka á spítalann í tíma og ótíma. Við munum kannski fresta aðeins jólunum hjá okkur þar sem þetta er eins og það er. Það er samt æðislegt hvað fólk er tilbúið að taka okkur upp á sína arma og bjóðast til að hjálpa. Það er gott að eiga svona gott fólk að.
Það eru margir að tala um hverjum Klementína er lík og gaman er að heyra hversu mismunandi skoðanir fólk hefur. Sumir segja að hún sé eins og ég, aðrir segja að hún sé eins og Hjördís, enn aðrir segja að hún sé lík Önnu Kareni og einhver nefndi Elvar Orra. Þetta allt kemur ekkert á óvart þannig lagað en mjög gaman að heyra þegar fólk er að velta þessu fyrir sér.
Þetta er orðið gott þar sem örfáir klukkutímar eru í næstu gjöf.....
Hafið það gott......
Það var enginn smá gestur sem heimsótti Klementínu í dag, jú eins og hjúkrunarkonan sagði þá kom UNGFRÚ HEIMUR til að tékka á samkeppninni, hún lét taka myndir af sér með Klementínu og allt. Einnig áritaði hún plakat handa henni og gaf henni engil. Ég er ekki að plata......
Fórum í fjölskylduboð til Önnu Karenar og Vidda áðan og hittum fullt af fólki, við förum svo í jólamat til Sollu og Gæja á morgun. Klementína er búin að fá fullt af pökkum og bleikan kínverskan þjóðbúning og skó með ýlu í hælnum. Það er gott að það sé ýla í hælnum því þá getum við heyrt þegar hún er að lenda eftir flug í gallanum flotta. Það kom kökusending frá Höllu systir Hjördísar sem eiga eftir að koma sér vel. Í dag versluðum við allt sem þarf fyrir næstu daga. Þetta áttu að vera fyrstu jólin okkar í hlíðunum en þetta verðuir eitthvað skrýtið þar sem við erum að flakka á spítalann í tíma og ótíma. Við munum kannski fresta aðeins jólunum hjá okkur þar sem þetta er eins og það er. Það er samt æðislegt hvað fólk er tilbúið að taka okkur upp á sína arma og bjóðast til að hjálpa. Það er gott að eiga svona gott fólk að.
Það eru margir að tala um hverjum Klementína er lík og gaman er að heyra hversu mismunandi skoðanir fólk hefur. Sumir segja að hún sé eins og ég, aðrir segja að hún sé eins og Hjördís, enn aðrir segja að hún sé lík Önnu Kareni og einhver nefndi Elvar Orra. Þetta allt kemur ekkert á óvart þannig lagað en mjög gaman að heyra þegar fólk er að velta þessu fyrir sér.
Þetta er orðið gott þar sem örfáir klukkutímar eru í næstu gjöf.....
Hafið það gott......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home