12/15/2005

Ég ætla að geyma að setja myndir inn í dag til að auka aðeins á spennu lesenda. Helstu fréttir eru þær að hún er orðin 2135 grömm og er rosalega dugleg. Við fórum á foreldranámskeið á spítalanum í dag sem er haldið fyrir þá sem eru að útskrifast af vökudeildinni. Pínu fyndið að sitja með Hjördísi í svona kennslu og sjá hana taka glósur fyrir okkur, verst að hún vilji ekki sitja með mér í kvöldskólanum og glósa smá þar fyrir mig. Fólkið í sveitinni var að spyrja hvernig Hjördís hefði það og ég get bara svarað því á einn hátt, hún virðist hafa það rosalega gott í hlutverki móður. Það er pínu geggjað að gera í vinnu núna en maður er alltaf farinn út klukkan 16:3o til að bruna í fataskipti og niður á spítala. Að setjast í lazy boy með dóttur sína á bringunni er svo mesta slökun sem ég hef komist í, maður gjörsamlega gleymir öllu öðru sem er að gerast þarna úti. Um helgina ætlum við að skiptast á að vera á vaktinni og fara að kaupa jólagjafir. Mér skilst að þorrinn af minni fjölskyldu ætli að sleikja sólina um jólin og vera á kanarí, sterkur leikur til að breyta til.
Föstudagur á morgun og þá er baðdagur, þá verður Klementína lengdarmæld og svoleiðis. Ég á að baða núna og spennan er gríðarleg. Klementína er búinn að snúa helsta brjóstagjafasérfræðing spítalans niður án þess að blikna. Hún er algjör snillingur þessi dama, ef að hún sér brjóst þá fellur hún í djúpsvefn og bíður eftir að mjólkin komi í sonduni niður í maga. Hvaðan hefur hún þessa svakalegu snilld. Mínar kenningar eru á þann veg að henni vanti bara smá þyngd til að geta sogið nógu fast til að þetta komi fljótt. Hún er ákveðin ung stelpa og vill að hlutirnir komi strax og ekkert rugl. Ég spái því að þegar hún verður um 3 kíló þá fari þetta allt í gang.
Þetta eru helstu fréttir þennan fimmtudag frá fréttastofu Magga&Hjördísar&Klementínu.

2 Comments:

Blogger Maggir said...

já er það ekki bara... hehe

15:35  
Anonymous Nafnlaus said...

mikið svakalega er gaman að fylgjast með littlu frænku hún braggast fljótt og vel algjör dulla og gaman að sjá snúðið eða hlutföllin, ég skaust í tölvuna hjá tengdó bara til að skoða maður fær fráhvörf þegar maður getur ekki farið inná og skoðað ykkur á hverjum degi, en við leggjum í ann á morgun og sennilega kemst ég ekki í tölvu fyrr en á miðvikudag en þá er spáð rigningu svo ég get hanfið í tölvu og lesið allan daginn sem er kærkomið eftir allt flutningsbrjálæðið.
Biðkum fyrir jólakveðjur og stórt knús frá okkur í Lindarsmára eða kanari veit lítið í minn haus.
kveðja Lena föðursystir.

21:16  

Skrifa ummæli

<< Home