10/16/2005

Sunnudagur..

Jæja ég er vaknaður. Dagurinn hefur verið nokk fínn, skelltum okkur í sund um hádegi og fengum okkur svo að borða. Við fórum ´svo upp í Gerðarsafn og skoðuðum gersemarnar sem eru þar á sýningu sem nefnist Tími Romanov ættarinnar í Rússlandi. Þetta var gaman að skoða og ótrúlegra að þessir hlutir hafi ferðast alla þessa leið og ratað inn á þetta safn á Íslandi. Við fórum einnig og kíktum á eina íbúð sem er til sölu, veit ekki alveg hvort að hún sé nógu spennandi. Það er ekki alveg tíminn núna til að flytja í íbúð sem þarf að gera mikið fyrir, það verður nóg að gera með Klemmu. Við rúntuðum aðeins eftir þetta um hverfi sem við værum til í að búa í. Ég vill persónulega búa nálægt vinnustaðnum hennar Hjördísar sökum þess að það er augljóst að hún verður þar í langan tíma, svo er svæðið í kringum Efstaleyti mjög heillandi.
Ég á 100 mánaða afmæli í dag, það þurfti að vísu smá útreikning en hélt upp á daginn með því að kaupa mér gallabuxur svona til tilbreytinga.
Ég kíkti á hljómsveit kvöldsins síðan í gær og þar var Írafár að spila, ekki fíla ég þetta band mikið en gaman að sjá að Addi trommari er búinn að breyta þessu bandi algjörlega. Hann er einn af þessum betri trommurum sem við eigum hér á landi. Þéttleiki og léttleiki bandsins er allt annar en hefur verið áður fyrr. Þarna er bara gott dæmi um það hvernig trommari getur gjörsamlega breytt ágætu bandi í þrusugott band.
Það kom mér skemmtilega á óvart að Rás 2 spilaði allt í einu lag með Útópíu þegar að við v0rum að keyra heim. Langt síðan ég heyrði í því bandi í útvarpinu.
Annars er allt gott og fullt af fiðrildum flögrandi í íbúðinni okkar.
Ég ætla nú að fara að heyra í henni Klemmu, hún hefur verið eitthvað löt að hreyfa sig í dag. Hún er sennilega bara að hvíla sig fyrir vinnuvikuna.
Það hefur breyst svo hitastigið úti að ég verð að fara lækka á ofnunum hérna, maður er farinn að svita hérna í sófanum, þetta gengur ekki....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home