10/12/2005

Sónarinn...

Fórum í sónar í dag og Klemma tók sig bara vel út, allt í góðu standi. Það er alltaf gaman að fara í sónar og sjá krílið vera að bralla eitthvað. Hjónin komu ekki heim úr vinnu fyrr en undir átta í kvöld, óvenjulangur vinnudagur þar á ferðinni. Þetta endaði í klassísku brauði með bökuðum baunum og osti í ofni. Reddingarmatur þar á ferðinni. Ég sá að Svíþjóð bakaði Íslendinga í ofni líka þar sem leikurinn endaði 3-1. Ég sá ekki leikinn og þar af leiðandi get ég ekki dæmt um þetta. Ég var búinn að spá því að leikurinn mundi fara 5-0 fyrir Svíum. Ekkert rosalega langt frá því. Hefði verið til í að sjá leikinn samt. Nettur þjóðernisrembingur í öfuga átt.
Annars óvenju tómur svona á miðvikudagskvöldi þar sem maður er nettur í sófanum. Það er kalt úti en fallegt veður búið að vera fyrir utan gluggann í dag. Ég hef verið að þræða bílasölur á netinu og það er ekkert rosalega gaman til lengdar, ég held þó að leitin sé að fara skila árangri. Maður getur ekkert velt þessu endalaust fyrir sér, þá hverfa bara allir bílarnir sem eitthvað er varið í. Ætla að spyrjast fyrir um einn grip á norðurlandinu á morgun.
Nú ætla ég að fara að hita te fyrir fjölskylduna og spjalla við Klemmu....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home