10/31/2005

Metaðsókn í trönuberjasafa..

Það er merkilegt að hugsa um það að nú er komin vetur, bílar fastir um allt land og Idolið varla byrjað. Ég hef verið út úr bænum síðustu tvö föstudagkvöld þannig að ég hef ekki fengið mitt vikulega meðal, stefni á að bæta úr því bráðlega. Fór út að hlaupa seinipartinn, renndi mér á gangstéttum borgarinnar og náði inn einhverjum 4 – 5 km. Það er alltaf gott að hlaupa, ekki bara fyrir líkaman heldur líka sálina, einstök ró. Eftir þetta fór ég að undirbúa matinn sem að þessu sinni var kjúklingur í karrý eins og oft áður, fæ einfaldlega ekki leið á þessu. Hjördís kom heim um 6 leytið og hjálpaði mér með uppvaskið og svoleiðis. Við fórum svo í smá göngutúr um hverfið, þetta er svona eins og sjónvarpsþátturinn Horft inn um glugga, þar sem fólk labbar um og skoðar húsin í nágreninu. Nei við erum ekkert að liggja á gluggum heldur er maður að reyna að sikta út hús sem maður væri til í að búa í. Þetta er svona rannsóknarvinna í bland við hreyfingu. Heyrði aðeins í félaga mínum í Stokkhólmi, hann afar hress en þurfti að slíta samtali sökum lokaþáttar CSI í sjónvarpinu. Kannast við þetta síðan ég var á kafi í Alias og þurfti oft að slíta samtölum við hann á þessum tíma. Það er gott að hafa eitthvað í sjónvarpinu sem maður vill ekki missa af. Annars er nóg til að hugsa um þessa daganna og þetta snýst meira um að gefa sér tíma til að slaka á, það var gert á Búðum um helgina.
Það er alltaf að styttast í að Klementína komi í heiminn, við erum auðvitað mjög spennt að takast á við allt sem þessu fylgir. Við förum á foreldranámskeið á fimmtudag og svo tvo næstu laugardaga. Það verður spennandi.
Jæja ég var ekkert að fara að skrifa hérna en datt óvart í þessu skrif, ætla að fara að slaka á þar sem ég hef verið að í allan dag, nú slekk ég á vélinni og fer að koma mér fyrir í sófanum þar sem maður slekkur á kollinum og dormar í nokkrar mínútur áður en maður fer undir sæng.

Góða nótt ............
The police disco lights
Now the neighbors can dance!
The police disco lights
Now the neighbors can dance!
"The Arcade fire"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home