10/08/2005

Hljómsveitin...

Var að horfa á Todmobile spila á RÚV, skemmtilegt band í rauninni. Gömlu lögin mörg hver dúndurgóð og svo var eitt mjög gott lag sem hlýtur að vera nýtt. Fæ ekki leið á því að horfa á hljómsveitir spila í sjónvarpssal. Væri til í að sjá Sigur Rós, Mínus, Barða bang gang, MÚM, Without Graviti og örugglega eitthvað fleira sem ég man eftir þegar ég logga mig út.
Hafið þið tekið eftir því að lagið í Dressman auglýsingunum er orðið falskt af of mikilli spilun.
Ég og Hjördís fórum í sund í dag, skelltum okkur svo í bílasölurúnt sem er að verða vikulegur rúntur hjá okkur. Ég held að það sé búið að selja bílinn sem mér leist svo vel á en maður finnur bara annan í staðinn. Við erum nú að dunda á netinu og reyna að ákveða hvað við eigum að borða núna. Kemur í ljós....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home