10/09/2005

Hjördís tekur eldhús í nefið.

Ég vaknaði um níu í morgun og fór að læra, Hjördís kom fram stuttu seinna og fékk sér morgunmat, það leið ekki á löngu þar til að hún var farinn að þrífa eldhúsið. Þetta var ekki þetta vanalega heldur var allt tekið í gegn. Við tökum stundum svona meira en venjulega þrif, þetta er alveg nauðsynlegt en í þessu tilviki held ég að það sé verið að gera klárt fyrir Klementínu í rólegheitum. Það er alltaf eitthvað sem við erum að brasa og undirbúa í rólegheitunum. Það er samt ekki hægt að segja annað en eldhúsið hafi verið rækilega tekið í gegn í dag. Við fórum í sund eins og venjulega, rosalega gott veður og við slökuðum í pottinum. Bumban á Hjördísi er alltaf aðeins upp úr vatninu í pottinum sökum þess að hægt er að liggka í pottinum. Ég get svo spjallað við Klementínu í pottinum og gerði það einmitt í dag. Klementína svaraði með góðu sparki, hún er svo rosalega dugleg. Ég fór svo og þreif bílinn meðan Hjördís spókaði sig í IKEA. Ég fann svo Hjördísi á labbi með hálffulla körfu fyrir utan IKEA og pikkaði hana upp. Við skelltum okkur heim og byrjuðum að elda risotto stuttu seinna. Ég er búinn að elda þetta tvisvar núna og einhvern daginn get ég þetta alveg hjálparlaust. Það er ekki alveg það einfaldasta að búa þetta til.
Er búinn að vera að horfa á vídeó á yahoo launcinu og búinn að finna nokkur rosalega góð mynbönd með hinum og þessum. Nýja Depeche mode lagið Precious er alvegg geggjað. Ég er núna að horfa á myndband með Moby sem heitir Beautiful, snilldarmyndband þar sem fólk í dýrabúningum er í partí, hljómar kannski ekki vel. Ég fann lag með Air sem heitir Surfing on a rocket og er rosagott. Ég verð kannski að skoða Air plötu frá 2004.
Ég var búinn að gleyma þessu videó dæmi á tímabili en er alltaf að detta þarna inn núna. Maður getur einfaldlega gleymt sér þarna í því að grufla upp gömul myndbönd í bland við að finna eitthvað nýtt. Plottið virkar fyrsts ég ætla að fara kaupa eitthvað.
Við erum bara búinn að vera að slaka á eftir matinn og njóta þess að vera til. Ég spjallaði við Klemmu áðan og hún svaraði mér fljótlega. Vona að hún sé ekki að láta vita af sér af illri nauðsyn svo ég hætti að babla fyrir utan heimili hennar. Þetta er bara svo gaman.
Ég á örugglega eftir að tala hana í kaf einhvern daginn. Einhverntímann í framtíðinni segir hún mér örugglega að halda kjafti, hún á þó ýmislegt eftir að læra þangað til það gerist t.d að tala.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home