10/03/2005

Helgarspjallið.

Massív helgi flaug áfram eins og ekkert væri. Ég fór á árshátíð sökum þess að það var skyldumæting, ég var einn af þeim sem skipulagði allt dæmið. Það var svona rosa ánægja með þetta allt saman. Ég fór frekar snemma heim og þurfti að róa Klementínu litlu sem var alveg óð í maganum á mömmu sinni. Hún róaðist eftir að ég hafði spjallað við hana í smá stund, þetta er alveg merkilegt. Við fórum um allt hjónin og skemmtum okkur bara vel um helgina. Það sem er á dagskrá fyrir vikuna er vinna og skóli ásamt einhverjum smáverkefnum. Það þarf að gera eitthvað í bílamálum bráðlega, svona verkefni sem auðvelt er að fresta en það borgar sig samt ekkert. Ég gaf Hjördísi kápu og peysu í afmælisgjöf og hún var rosalega glöð. Nú á Hjördís slatta af flottum óléttufötum. Það er svo gaman að hún sé svona ólétt og ég er bara endalaust glaður að þramma um með henni í þessu ástandi, maður er svo ríkur.
Heyrði í mömmu og bara góðar fréttir úr sveitinni, nóg að gera hjá Gylfa og allt á pari.

Pistillinn sem meistari Hallgrímur Helgason skrifaði í DV á laugardaginn var algjör snilld, ég er svo innilega sammála honum í flestu sem hann færir þar fram um hvernig stjórnvöld og Morgunblaðið hafa hagað sér upp á síðkastið. Ég verð aldrei þreyttur á að segja að þetta sé einn af okkar besti penni núna. Svo er svo gaman að sjá hann vappa niður í bæ með barnavagninn, það er eitthvað sem ég ætla að gera mikið af þegar að því kemur.
Þetta skrifaði Hallgrímur í sínum pistil um bláu höndina.

“Já. Aumt er það. Hægrimenn öfunda annara hag og vinstrimenn hugsa bara um eigin hag. Öllum er sama um þjóðarhag. Og eftir sitjum við með óbreytt ástand: Markaðskerfi sem hefu snúið lögmáli sínu upp í tóma meðalmennsku: “Hinir þægustu lifa af”.”

Og hafið þið það....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home