Bílakaup
Það er allt gott að frétta hérna, bara geggjað að gera á öllum vígstöðvum. Fór á bílasölur í gær í leit minni að ökutæki sem virkar. Það er pínu tímaþjófur að standa í þessu. Bílar eru ekki á staðnum og maður þarf að mæla sér mót við eigendur og þessháttar. Skrýtinn markaður, mér finnst að síminn eigi að rauðglóa og seljendur séu í röðum fyrir utan gluggann minn að reyna að selja mér. Nei virkar ekki þannig, ég er að reyna að leggja mig fram um að kaupa gott eintak og nú þegar eru margir bílar seldir sem ég hafði áhuga á en var bara ekki nógu fljótur. Það er kannski einkenni á þessum markaði að maður verður að vera snöggur til að bregðast við ef eitthvað dettur inn. Það er fullt af fólki sem hefur ekkert að gera nema að sitja á bílasölum og drekka kaffi, ég er ekki einn af þeim. Kannski ætti að vera þjónusta þar sem einhver nettur gaur í leðurjakka kemur og tekur niður hvað manni vantar og svo fer hann og finnur þetta og tekur smá greiðslu fyrir. Hann hefur þá ríflega fyrir bensíni til keyra á milli og svo einhverju að borða, hann þarf ekkert fyrir kaffinu því það er frítt. Svo ef góður bíll finnst þá fær hann prósentu eða tvær af kaupverði. Held ég að þetta væri snilldin fyrir upptekið fólk. Kannski að ég stofni eitthvað batterí í kringum þetta. Það er hægt að kaupa fleira en bíla, t.d húsnæði, gluggatjöld og svona ýmislegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home