10/30/2005

Búðarráp..

Fórum í mikla svaðilför á föstudag. Við fórum í þokkalega biluðu veðri út úr bænum og enduðum á hótel Búðum. Við fengum reyndar far í Range Rover með góðu fólki. Það var búið að skipuleggja hópferð á staðinn þannig að ekki var annað hægt en að berjast í gegnum veðurofsann. Það var skuggalega hvasst á tímabili og síðustu 30 kílómetrarnir einkenndust af því að bílarnir snigluðust áfram til að sjá í næstu vegstikur. Þetta hafðist allt saman og vorum við komin þarna um klukkan 21:00 ef ég man rétt. Fleiri bættust svo við eftir því sem á leið. Það var skipulögð diskóhelgi á staðnum og þótti okkur nauðsynlegt að taka smá snúning og njóta okkar út í sveit. Laugardagurinn var frábær, sólskin og frábært veður var á staðnum. Útsýnið stórkostlegt og maður gat gleymt sér í því að horfa út í náttúruna. Kvöldverðurinn á laugardagskvöldinu var frábær þar sem fólk var komið í diskógalla og naut sín. Maturinn var í alla staði frábær og fólk virtist skemmta sér stórkostlega vel, við dönsuðum aðeins en vorum ekki lengi þannig lagað, laumuðumst upp á herbergi um eitt leytið. Fólk var að skemmta sér þarna alveg til klukkan fjögur samkvæmt áræðanlegum heimildum. Í dag fórum við svo heim og vorum komin um 3 leytið heim, sannarlega fín helgi þó svo að maður sé pínu þreyttur. Klementína fékk að heyra diskótónlist og höldum við að hún hafi haft það gott þarna í sveitinni.
Eftir að heim kom var verslað inn og farið yfir það helsta í þrifmálum og svona.
Nú er maður að slaka á og fara að horfa aðeins á sjónvarpið svona í restina af kvöldinu.
Við erum bara alsátt við þetta allt saman......Mun setja einhverjar myndir inn á bloggið bráðlega.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home