10/06/2005

Afmælið

Hjördís elskan átti afmæli í gær og við byrjuðum á því að fara í sund. Eftir það fórum við á Vox og fengum geðveikan mat, það lá við að það þyrfti að bera okkur út enda taldist þetta vera um níu rétta máltíð. Það er langt síðan ég hef fengið svona rosalega góðan mat. Þjónustan þarna er alveg til fyrirmyndar og við vorum rosalega sátt eftir þetta. Það er mikið að gera í vinnu núna og dagarnir fljúga áfram. Ég þarf að fara að undirbúa stóra ritgerð sem þarf að skilast í sögu. Þetta er svona stykki sem þarf að eyða hellings vinnu í ef eitthvað vit á að vera í þessu. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég á að skrifa um en það verður gert fljótlega.

Það hefur rignt eldi og brennisteini í nótt en nú er sólin farinn að skína á gluggunum, ég þarf þó ekki að vera með sólgleraugu sökum þess að búið er að setja upp gardínur hérna, þessu er stjórnað með fjarstýringu þannig að maður þarf ekki að sitja með þetta í augunum.

Nú stefni ég á að reyna hlaupa meira á næstunni, ég er í lélegu formi núna og ætla mér að bæta það fljótt. Svo er fín aðstaða til líkamsræktar hérna í vinnunni þannig að maður ætti að notfæra sér það líka.

Annars sá ég það í fréttum að öldungadeild Bandaríkjaþings hefur bannað bandarískum hermönnum að pynta og misþyrma föngum í fangelsum. Ótrúlega er þingið góðhjartað að banna þessar misþyrmingar á föngum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home