9/15/2005

Tölvan er í lagi...

Nú gleðst ég þar sem Sony talvan mín er kominn í samband við umheiminn aftur. Það kom einhver glaðbeittur einstaklingur í heimsókn og græjaði þetta þar sem netkortið var eitthvað að stríða mér. Það er svo gott að nota þessa tölvu þar sem allar aðrar eru svo miklir hlunkar. Ég get nú farið að blogga meira. Við vorum að detta heim eftir kvöldmat á sólon og ferð í bókabúð. Ég keypti mér spænska orðabók og nýja diskinn með Sigur Rós, er nokkuð spenntur þó svo að ég sé búinn að heyra smá af honum. Það er svo gott að liggja heima og hlusta á tónlist í sínum eigin græjum. Við erum að fara horfa á Alias sem er byrjað aftur á Rúv, alaleg snilld. Ég sá síðasta þáttinn af Lost og er að verða þreyttur á því að sitja eftir svona þætti með fleiri spurningar í kollinum en þegar síðasti þátturinn byrjaði. Alias klikkar ekki......
Það er búið að vera nóg að gera í vinnu og ég er að fíla mig vel í þessu nýja starfi, maður fær að læra eitthvað nýtt alla daga. Well nú hefst þátturonn svo að ég verð að kveðja...

1 Comments:

Blogger Maggir said...

Ég ætla að prófa að hafa commenta kerfið í gangi....

21:00  

Skrifa ummæli

<< Home